Handbolti

Frakk­land byrjar EM á stór­sigri | Holland marði Rúmeníu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Coralie Lassource skoraði átta mörk fyrir Frakkland í dag.
Coralie Lassource skoraði átta mörk fyrir Frakkland í dag. Henk Seppen/Getty Images

Öllum fjórum leikjum dagsins á Evrópumóti kvenna í handbolta er lokið. Frakkland vann tíu marka sigur á Norður-Makedóníu. Þá vann Holland eins marks sigur á Rúmeníu.

Það er ekki hægt að segja að leikur Frakklands og N-Makedóníu í B-riðli hafi verið spennandi en N-Makedónía skoraði aðeins fimm mörk í fyrri hálfleik. Þó sóknarleikur N-Makedóníu hafi skánað í síðari hálfleik þá komst liðið aldrei nálægt því að jafna metin, lokatölur 24-14. Coralie Lassource var markahæst í liði Frakklands með sex mörk.

Í hinum leik riðilsins mættust Holland og Rúmenía. Þar fór það svo að Holland vann eins marks sigur í hörkuleik, lokatölur 29-28. Laura van der Heijden var markahæst í liði Hollands með sjö mörk. 

Í D-riðli vann Svartfjallaland góðan sjö marka sigur á Spáni, lokatölur 30-23. Đurđina Jauković og Jovanka Radičević voru markahæstar í liði Svartfjallalands með fimm mörk hvor. 

Í hinum leik riðilsins vann Þýskaland tveggja marka sigur á Póllandi, lokatölur 25-23. Alina Grijseels var markahæst í liði Þýskalands með átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×