Áttundi þrjátíu stiga leikur Doncic í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 09:29 Luka Doncic hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu með Dallas Mavericks. Vísir/Getty Luka Doncic heldur áfram frábærri spilamennsku sinni í NBA deildinni í körfuknattleik en hann skoraði meira en þrjátíu stig áttunda leikinn í röð þegar lið hans Dallas Mavericks lagði Toronto Raptors í nótt. Doncic skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 111-110 sigri Dallas liðsins. Hann er nú búinn að skora meira en þrjátíu stig í átta leikjum í röð í upphafi tímabilsins og jafnaði þar með metið yfir næst bestu byrjun leikmanns í deildinni. Tímabilið 1959-60 skoraði Wilt Chamberlain einnig þrjátíu stig eða meira í fyrstu átta leikjum sínum en hann á sjálfur metið frá tímabilinu 1962-63 þegar hann skoraði meira en þrjátíu stig í fyrstu tuttugu og þremur leikjum sínum á tímabilinu. Doncic á því enn nokkuð í land ætli hann sér að slá það met. Luka Don i has now joined Wilt Chamberlain as the only players in @NBA history to score 30+ points in 8-or-more consecutive games to begin a season.Chamberlain, first 8 games in 1959-60Chamberlain, first 23 games in 1962-63*Don i , first 8 games in 2022-23 pic.twitter.com/5I2qeyYtPY— Mavs PR (@MavsPR) November 5, 2022 Jerami Grant tryggði Portland Trailblazers sigur gegn Phoenix Suns með flautukörfu. Lokatölur 108-106 en Portland hefur farið vel af stað í deildinni og hefur unnið sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Kevin Durant skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Brooklyn Nets gegn Washington Wizards. Brooklyn liðið lék án Ben Simmons og Kyrie Irving en liðið sagði þjálfaranum Steve Nash upp í vikunni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Jerami Grant comes up CLUTCH in the closing moments for the @trailblazers! #TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/0hqjivZ3xN— NBA (@NBA) November 5, 2022 Þá skellti Giannis Antetokounmpo í þrítugustu þreföldu tvennu sína á ferlinum þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves. Bucks eru enn ósigraðir í deildinni. Það gengur ekkert hjá LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en liðið tapaði sjötta leik sínum á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Utah Jazz. James skoraði 17 stig fyrir Lakes en Russell Westbrook var stigahæstur með 26 stig. Úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Miami Heat - Indiana Paces 99-101 New York Knicks - Philadelphia 76ers 106-104 Brooklyn Nets - Washington Wizards 128-86 Chicago Bulls - Boston Celtics 119-123 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 99-130 LA Clippers - San Antonio Spurs 113-106 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 110-111 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 105-114 Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 115-102 Portland Trailblazers - Phoenix Suns 108-106 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 130-116 NBA Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Handbolti Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Fótbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Sjá meira
Doncic skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 111-110 sigri Dallas liðsins. Hann er nú búinn að skora meira en þrjátíu stig í átta leikjum í röð í upphafi tímabilsins og jafnaði þar með metið yfir næst bestu byrjun leikmanns í deildinni. Tímabilið 1959-60 skoraði Wilt Chamberlain einnig þrjátíu stig eða meira í fyrstu átta leikjum sínum en hann á sjálfur metið frá tímabilinu 1962-63 þegar hann skoraði meira en þrjátíu stig í fyrstu tuttugu og þremur leikjum sínum á tímabilinu. Doncic á því enn nokkuð í land ætli hann sér að slá það met. Luka Don i has now joined Wilt Chamberlain as the only players in @NBA history to score 30+ points in 8-or-more consecutive games to begin a season.Chamberlain, first 8 games in 1959-60Chamberlain, first 23 games in 1962-63*Don i , first 8 games in 2022-23 pic.twitter.com/5I2qeyYtPY— Mavs PR (@MavsPR) November 5, 2022 Jerami Grant tryggði Portland Trailblazers sigur gegn Phoenix Suns með flautukörfu. Lokatölur 108-106 en Portland hefur farið vel af stað í deildinni og hefur unnið sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Kevin Durant skoraði 28 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Brooklyn Nets gegn Washington Wizards. Brooklyn liðið lék án Ben Simmons og Kyrie Irving en liðið sagði þjálfaranum Steve Nash upp í vikunni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Jerami Grant comes up CLUTCH in the closing moments for the @trailblazers! #TissotBuzzerBeater #ThisIsYourTime pic.twitter.com/0hqjivZ3xN— NBA (@NBA) November 5, 2022 Þá skellti Giannis Antetokounmpo í þrítugustu þreföldu tvennu sína á ferlinum þegar Milwaukee Bucks lagði Minnesota Timberwolves. Bucks eru enn ósigraðir í deildinni. Það gengur ekkert hjá LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en liðið tapaði sjötta leik sínum á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut gegn sterku liði Utah Jazz. James skoraði 17 stig fyrir Lakes en Russell Westbrook var stigahæstur með 26 stig. Úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Miami Heat - Indiana Paces 99-101 New York Knicks - Philadelphia 76ers 106-104 Brooklyn Nets - Washington Wizards 128-86 Chicago Bulls - Boston Celtics 119-123 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 99-130 LA Clippers - San Antonio Spurs 113-106 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 110-111 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 105-114 Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 115-102 Portland Trailblazers - Phoenix Suns 108-106 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 130-116
NBA Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Handbolti Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Fótbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Sjá meira