Farið hefur fé betra: Bless ríkisstjórn Guðbrandur Einarsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem ekkert tillit er tekið til stöðu viðkvæmra hópa, engu við bætt. Eða að ákall væri um að fólk í neyð sé beitt harðneskjulegri meðferð, ráðherrastólar keyptir fyrir milljarða, auðlindir þjóðarinnar afhentar sérhagsmunahópum án eðlilegs endurgjalds og sveitarfélög skilin eftir með milljarðaskuldir vegna grunnþjónustu sem hefur ekki verið fjármögnuð. Við vitum þó að þetta sé ekki ákall samfélagsins þá er þetta samt nákvæm lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að ríkisstjórnin er óhæf til að takast á við viðfangsefni líðandi stundar. Á meðan við glímdum við heimsfaraldur var hægt að fela sig að bak við hann en nú er það ekki hægt lengur. Með hverjum deginum sem líður verðum við æ betur upplýst um að sitjandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem heitið getur til þess að bæta þetta samfélag okkar. Hún er orðin einhvers konar moðsuða um engar breytingar og óbreytt ástand. Á sínum tíma þótti það geta verið hið besta mál að ásarnir á sitt hvorum væng stjórnmálanna mynduðu saman ríkisstjórn þannig að meintri fjármálasnilli Sjálfstæðismanna og velferðar- og loftslagsvinkli Vinstri grænna yrði hrært saman í einn pott og úr því gæti orðið ágætis grautur. En í veruleikanum er þessi grautur óætur. Það sem helst birtist okkur nú er óráðsía í ríkisrekstri, viðvarandi biðlistar og vægðarlaus útlendingapólitík. Orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á landsfundi báru með sér að stefna hennar sé fyrst og fremst að ganga inn í núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Samstarf sem betra væri að stöðva en framlengja. Á sama tíma virðast sumir óttast að ríkisstjórnin geti sprungið ef formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Ég myndi ekki gráta það fyrir hönd þjóðarinnar. Farið hefur fé betra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðbrandur Einarsson Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem ekkert tillit er tekið til stöðu viðkvæmra hópa, engu við bætt. Eða að ákall væri um að fólk í neyð sé beitt harðneskjulegri meðferð, ráðherrastólar keyptir fyrir milljarða, auðlindir þjóðarinnar afhentar sérhagsmunahópum án eðlilegs endurgjalds og sveitarfélög skilin eftir með milljarðaskuldir vegna grunnþjónustu sem hefur ekki verið fjármögnuð. Við vitum þó að þetta sé ekki ákall samfélagsins þá er þetta samt nákvæm lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að ríkisstjórnin er óhæf til að takast á við viðfangsefni líðandi stundar. Á meðan við glímdum við heimsfaraldur var hægt að fela sig að bak við hann en nú er það ekki hægt lengur. Með hverjum deginum sem líður verðum við æ betur upplýst um að sitjandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem heitið getur til þess að bæta þetta samfélag okkar. Hún er orðin einhvers konar moðsuða um engar breytingar og óbreytt ástand. Á sínum tíma þótti það geta verið hið besta mál að ásarnir á sitt hvorum væng stjórnmálanna mynduðu saman ríkisstjórn þannig að meintri fjármálasnilli Sjálfstæðismanna og velferðar- og loftslagsvinkli Vinstri grænna yrði hrært saman í einn pott og úr því gæti orðið ágætis grautur. En í veruleikanum er þessi grautur óætur. Það sem helst birtist okkur nú er óráðsía í ríkisrekstri, viðvarandi biðlistar og vægðarlaus útlendingapólitík. Orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á landsfundi báru með sér að stefna hennar sé fyrst og fremst að ganga inn í núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Samstarf sem betra væri að stöðva en framlengja. Á sama tíma virðast sumir óttast að ríkisstjórnin geti sprungið ef formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Ég myndi ekki gráta það fyrir hönd þjóðarinnar. Farið hefur fé betra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun