Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Siggeir Ævarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:51 Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. „Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
„Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30