Þegar lækningin er verri en sjúkdómurinn Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. nóvember 2022 11:00 Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson ÍL-sjóður Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun