Körfubolti

„Hann segir það sem kemur upp í hugann og enginn annar þorir að segja“

Atli Arason skrifar
Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar.
Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, gagnrýndi dómarana harðlega í viðtali við Stöð 2 Sport eftir eftir tap Hattar gegn Njarðvík í Subway-deildinni síðasta fimmtudag. Rætt var um dómgæsluna í leiknum og Viðar sjálfan í Subway Körfuboltakvöldi í gær.

„Viðar hendir í þrjár eða fjórar sprengjur í einu viðtali sem kemur kannski á heilu tímabili í viðtali við hina 11 þjálfara deildarinnar,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Sævar bætti við að Viðar fór sennilega aðeins of langt í gagnrýni sinni á dómara leiksins en hann samt þakklátur fyrir að fá Viðar aftur í deildina.

„Að því sögðu þá er rosa gaman fyrir körfuna að Viðar sé kominn aftur út af því að hann segir bara það sem kemur upp í hugann og enginn annar þorir að segja.“

Njarðvík vann leikinn með fimm stigum, 86-91, en Höttur fékk tíu fleiri villur dæmdar á sig eða alls 28 villur gegn 18 hjá Njarðvík.

„Þetta var alls ekki illa dæmdur leikur, það kemur ein villa þarna í lokin sem mér fannst ekki vera óíþróttamannsleg villa,“ sagði Kristinn Friðriksson um dómgæsluna.

Viðtalið við Viðar og umræða Körfuboltakvölds um Viðar og dómgæsluna í leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Hann segir það sem kemur upp í hugann og enginn annar þorir að segja

Tengdar fréttir

Verið sýnd nógu mikil van­virðing til að búið sé að kveikja í okkur

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway deild karla í körfubolta, sagði sitt lið aðeins hafa vantað ögn upp á að klára leik kvöldsins en hans menn töpuðu naumlega fyrir Njarðvík í kvöld. Hann var hins vegar allt annað en ánægður með dómara leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×