Körfubolti

Haukur Helgi: Richotti langar að klára það sem upp á vantaði síðasta vor

Hjörvar Ólafsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson átti afbragðs leik fyrir Njarðvík í kvöld. 
Haukur Helgi Pálsson átti afbragðs leik fyrir Njarðvík í kvöld.  Vísir/Vilhelm

Haukur Helgi Pálsson skoraði 15 af þeim 91 stigi sem Njarðvík setti niður í sigri liðsins gegn Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld.

„Við breyttum leikplaninu þegar við sáum að Pétur Rúnar og Sigtryggur Arnar voru ekki með. Þeir voru vissulega haltrandi án þeirra en líka hrós á okkur fyrir að spila vel og setja þá aftur og aftur undir mikla og góða pressu um allan völl,” sagði Haukur Helgi að leik loknum.

„Ég er sérstaklega sáttur við að við höfum ekki slakað á efti að hafa náð góðri forystu en það hefur loðað við okkur að gera það síðustu tímabil. Við fengum framlag hjá mörgum og orkan í varnarleiknum var mikil þar sem Basile fór fremstur í flokki,“ sagði þessi reynslumikli leikmaður enn fremur.

Haukur Helgi fagnaði því að fá sinn gamla liðsfélaga Nicolas Richotti til liðs við sig á nýjan leik: „Það er gott að fá Richotti aftur og hann gefur okkur mikið. Eftir að hafa æft vel með Tenerife í allt sumar kemur hann í góðu formi og hann mun koma með margt á borðið fyrir okkur. 

Hann hefur gefið það út að þetta sé síðasta tímabilið hans og markmiðið er að klára það sem upp á vantaði síðasta vor,“ sagði hann um Argentínumanninn. Njarðvík varð deildar- og bikarmeistari á síðustu leiktíð og því ljóst hvert stefnan er sett að verði lokaleikur Richotti á ferli argentínska bakvarðarins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×