Ayala: Vörnin hélt okkur á floti í dag Árni Jóhannsson skrifar 20. október 2022 22:20 Eric Ayala skoraði 28 stig í kvöld og hitti úr fimm þriggja stiga skotum meðal annars. Vísir/Hulda Margrét Eric Ayala var stigahæsti leikmaður leiksins þegar Keflvíkingar unnu Grindavík 96-87 í Subway deild karla í körfuknattleik. Ayala skoraði 28 stig og voru mörg þeirra af mikilvægari gerðinni þegar heimamenn þurftu á körfum að halda. Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að sækja sigurinn. „Við spiluðum bara af hörku í dag. Í hvert skipti sem við vorum með boltann gerðum við vel og vorum mjög árvökulir. Náðum í lausa bolta þegar við þurftum og náðum í stopp þegar við þurftum á því að halda. Vörnin hélt okkur á floti í dag og hefur verið að gera það.“ Þó varnarleikurinn hafi verið sterkur hjá Keflvíkingum í kvöld þá var sóknin mjög skilvirk og fengu Keflvíkingar stig úr mörgum áttum. Það hlýtur að vera þægilegt að vera í þannig liði. „Algjörlega. Margir sem stigu upp, sérstaklega þegar það vantaði aðal leikstjórnandann [Hörð Axel Vilhjálmsson]. Það er mjög gott að sjá það og að við missum ekki taktinn við meiðslin hans. Við viljum bara halda áfram eftir því plani sem þjálfarinn leggur upp.“ Eric Ayala skoraði eins og áður segir 28 stig en hann hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann var spurður að því hvaða skipanir hann sjálfur væri að fá frá Hjalta þjálfara en það lítur út fyrir að vera mjög létt verk fyrir hann að sækja körfur. „Ég á bara að vera ég sjálfur. Ég á að fara þarna út og lesa í leikinn og vera árásargjarn. Við erum svo bara að reyna að vinna þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir mig mestu máli ef ég á að vera hreinskilinn og reyni bara að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum var Ayala spurður út í hvernig honum litist á deildina nú þegar þrjár umferðir væru búnar. „Mér líst vel á hana. Liðin eru vel samkeppnishæf og hvert lið er ný áskorun út af fyrir sig. Við erum með mikið af góðum leikmönnum og fáum nýja áskorun í hverjum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara út á völlinn og spila okkar leik. Ef við gerum það þá eigum við góða möguleika á sigri.“ Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að sækja sigurinn. „Við spiluðum bara af hörku í dag. Í hvert skipti sem við vorum með boltann gerðum við vel og vorum mjög árvökulir. Náðum í lausa bolta þegar við þurftum og náðum í stopp þegar við þurftum á því að halda. Vörnin hélt okkur á floti í dag og hefur verið að gera það.“ Þó varnarleikurinn hafi verið sterkur hjá Keflvíkingum í kvöld þá var sóknin mjög skilvirk og fengu Keflvíkingar stig úr mörgum áttum. Það hlýtur að vera þægilegt að vera í þannig liði. „Algjörlega. Margir sem stigu upp, sérstaklega þegar það vantaði aðal leikstjórnandann [Hörð Axel Vilhjálmsson]. Það er mjög gott að sjá það og að við missum ekki taktinn við meiðslin hans. Við viljum bara halda áfram eftir því plani sem þjálfarinn leggur upp.“ Eric Ayala skoraði eins og áður segir 28 stig en hann hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann var spurður að því hvaða skipanir hann sjálfur væri að fá frá Hjalta þjálfara en það lítur út fyrir að vera mjög létt verk fyrir hann að sækja körfur. „Ég á bara að vera ég sjálfur. Ég á að fara þarna út og lesa í leikinn og vera árásargjarn. Við erum svo bara að reyna að vinna þegar öllu er á botninn hvolft. Það skiptir mig mestu máli ef ég á að vera hreinskilinn og reyni bara að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum var Ayala spurður út í hvernig honum litist á deildina nú þegar þrjár umferðir væru búnar. „Mér líst vel á hana. Liðin eru vel samkeppnishæf og hvert lið er ný áskorun út af fyrir sig. Við erum með mikið af góðum leikmönnum og fáum nýja áskorun í hverjum leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara út á völlinn og spila okkar leik. Ef við gerum það þá eigum við góða möguleika á sigri.“
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira