Jón Axel æfði með Curry í sumar og ætlar aldrei að gefast upp á NBA-draumnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 14:01 Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats. VÍSIR/GETTY Jón Axel Guðmundsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Grindavíkurliðinu frá árinu 2016 þegar Grindavík heimsækir nágranna sína í Keflavík. Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15. NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira
Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15.
NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira