Jón Axel æfði með Curry í sumar og ætlar aldrei að gefast upp á NBA-draumnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 14:01 Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats. VÍSIR/GETTY Jón Axel Guðmundsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Grindavíkurliðinu frá árinu 2016 þegar Grindavík heimsækir nágranna sína í Keflavík. Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15. NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Jón Axel segist vera sáttur með ferilinn hingað til fyrir utan vesenið sem hann lenti í á síðasta tímabili. „Ég er persónulega mjög sáttur. Ég lenti bara í einhverju rugli í fyrra sem gerist í atvinnumennsku. Þá komu í framhaldinu ekki tilboð sem ég var alveg eins hrifinn af og undanfarin ár,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Með nýjan umboðsmann „Ég ákvað bara að koma heim. Ég var að fá mér nýjan umboðsmann en hann nær vonandi að hrista eitthvað upp í þessu og koma nafninu mínu meira til Evrópu heldur en hinn var að gera,“ sagði Jón Axel. En hversu nálægt var Jón Axel að komast að í NBA-deildinni? Annar fóturinn inni í NBA „Það er erfitt að segja. Ég var með annan fótinn inni og hann er alltaf aðeins inni bara út frá því sem ég gerði á háskólaferlinum. Ég fær alltaf virðingu frá öllum liðum. Þetta erfiða tímabili í fyrra gerir þetta miklu erfiðara að komast með báða fæturna inn. Annar fóturinn er alltaf inni og þetta klárlega markmið sem ég mun aldrei gefast upp á,“ sagði Jón Axel. Klippa: Jón Axel um æfingarnar með Steph Curry í sumar Telur hann sig eiga möguleika á því að komast einn daginn í NBA? „Já miðað við það sem ég er að heyra frá liðum og miðað við það hvernig gengur á æfingum úti. Ég er búin að vera hjá tveimur til þremur liðum og hef ekki séð leikmenn sem eru tíu sinnum betri en ég. Ef maður æfir aðeins meira og leggur aðeins meira á sig þá er það markmið sem er næst ,“ sagði Jón Axel. Hver er besti leikmaðurinn sem Jón hefur deilt velli með. „Það er klárlega Stephen Curry. Ég held að það séu fáir sem komast nálægt honum þegar kemur að hæfileikum. Eins og í sumar þá æfði hann með okkur í tvo daga og stoppar hann ekkert. Hann er alltaf með eitthvað á móti þér sama hvað þú gerir í vörn,“ sagði Jón Axel. „Ég tók líka nokkrar einstaklingsæfingar með honum. Það sem gæinn er að gera því ég held að það séu fáir í heiminum að leggja jafnmikla áherslu á æfingar eins og hann,“ sagði Jón Axel. Einn mesti ljúflingur sem þú finnur „Hann er alltaf fyrirmyndin og sérstaklega eftir að maður kynntist honum. Þetta er einn mesti ljúflingur sem þú finnur í heiminum. Þetta er stærsta stjarnan í NBA núna en samt þegar ég fór í Golden State í sumar þá vorum við að spjalla í þrjá og hálfan tíma eftir að æfingin var búin,“ sagði Jón Axel. „Hann bauð mér síðan út að borða um kvöldið og sagði: Ég verð að komast til Íslands og sendi á þig. Hann sendi líka á mig seinast þegar hann kom til Íslands. Þetta er fyrirmyndin og geggjað að eiga svo gæja sem félaga,“ sagði Jón Axel. Alveg eins og þú sért að tala við félagana „Þú ert smá ‚starstruck' en á sama tíma þá er hann bara svo venjulegur. Þetta er bara eins og hver önnur manneskja sem þú ert að tala við. Eftir svona fimm mínútur þá ertu bara sultuslakur og það er alveg eins og þú sért að tala við félagana þína,“ sagði Jón Axel. Er Golden State Warriors hans lið í NBA-deildinni. „Já Golden State er sennilega eitt af mínum liðum. Ég er líka mikill LeBron maður og það er smá rígur þarna á milli alltaf. Ég er að verða meiri og meiri Curry maður eftir að ég kynnist honum meira og meira,“ sagði Jón Axel. Stöð 2 Sport sýnir fyrsta leikinn hjá Jóni Axel í beinni í kvöld þegar Grindavík heimsækir Keflavík en leikurinn hefst klukkan 20.15.
NBA Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira