Nýliðinn í hóp með Kareem og LeBron Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2022 09:31 Paolo Banchero blómstraði í fyrsta leik sínum í NBA. getty/Nic Antaya Nýliðinn Paolo Banchero stimplaði sig inn í NBA-deildina í körfubolta með látum þegar hann þreytti frumraun sína með Orlando Magic í nótt. Banchero skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar þegar Orlando tapaði fyrir Detroit Pistons, 113-109. Paolo Banchero was HISTORIC tonight, becoming the first No. 1 overall pick to drop 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut since LeBron James in 2003! pic.twitter.com/RrQwbl5h7r— NBA (@NBA) October 20, 2022 Hann er fyrsti nýliðinn sem skorar 25 stig eða meira, tekur að minnsta kosti fimm fráköst og gefur að minnsta kosti fimm stoðsendingar í fyrsta leik sínum í NBA síðan LeBron James 2003. Og aðeins þrír leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í nýliðavalinu hafa verið með viðlíka tölfræði í fyrsta leik sínum í NBA: Kareem Abdul-Jabbar, LeBron og Banchero. Since 1969, only three No. 1 overall picks have dropped 25+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut.Kareem Abdul-JabbarLeBron JamesPaolo Banchero pic.twitter.com/IFmdWyBUT0— NBA History (@NBAHistory) October 20, 2022 Þá hefur enginn nýliði í sögu Orlando skorað meira í fyrsta leik fyrir félagið en Banchero sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og fara þarf aftur til 1996 til að finna leikmann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu sem skoraði jafn mikið í frumraun sinni í NBA. Það var Allen Iverson fyrir Philadelphia 76ers. Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla sneri Zion Williamson aftur í lið New Orleans Pelicans og skoraði 25 stig og tók níu fráköst í sigri á Brooklyn Nets, 108-130. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 28 stig. Zion looked great in his return to action tonight! #KiaTipOff22 25 PTS 9 REB 4 STL pic.twitter.com/grzb1loFyK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn. Kyrie Irving náði sér ekki á strik og skoraði fimmtán stig úr nítján skotum og Ben Simmons átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum fyrir Brooklyn. Hann skoraði aðeins fjögur stig en fékk sex villur og Brooklyn tapaði með 26 stigum þegar hann var inni á vellinum. Ben Simmons Nets debut:4 points6 fouls-26 pic.twitter.com/ydFq5j6m10— StatMuse (@statmuse) October 20, 2022 Chicago Bulls fór vel af stað og sigraði Miami Heat, 108-116, á útivelli. DeMar DeRozan hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði 37 stig og gaf níu stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og Tyler Herro 23. DeMar did what DeMar does best in the @chicagobulls season-opening win... GET BUCKETS! #KiaTipOff22 37 PTS, 6 REB, 9 AST, 2 STL pic.twitter.com/8gu9KPHNNG— NBA (@NBA) October 20, 2022 Damion Lee skoraði sigurkörfu Phoenix Suns þegar liðið vann Dallas Mavericks, 107-105, eftir stoðsendingu frá besta manni vallarins, Devin Booker. Hann skoraði 28 stig og gaf níu stoðsendingar í endurkomusigri Phoenix sem lenti mest 22 stigum undir í leiknum. One word to describe Damion Lee's @Suns debut... CLUTCH! 11 Q4 PTS Game-winner#KiaTipOff22 x @Dami0nLee pic.twitter.com/KKkHaOOhKK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Devin Booker dropped 28 PTS & 9 AST to help lead the @Suns to a 22 point comeback on opening night! #KiaTipOff22 pic.twitter.com/1Oc9ei7OQj— NBA (@NBA) October 20, 2022 Luka Doncic var að venju allt í öllu hjá Dallas og skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Chris Wood skilaði 25 stigum og átta fráköstum í fyrsta leik sínum fyrir Texas-liðið. Úrslitin í nótt Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Banchero skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar þegar Orlando tapaði fyrir Detroit Pistons, 113-109. Paolo Banchero was HISTORIC tonight, becoming the first No. 1 overall pick to drop 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut since LeBron James in 2003! pic.twitter.com/RrQwbl5h7r— NBA (@NBA) October 20, 2022 Hann er fyrsti nýliðinn sem skorar 25 stig eða meira, tekur að minnsta kosti fimm fráköst og gefur að minnsta kosti fimm stoðsendingar í fyrsta leik sínum í NBA síðan LeBron James 2003. Og aðeins þrír leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í nýliðavalinu hafa verið með viðlíka tölfræði í fyrsta leik sínum í NBA: Kareem Abdul-Jabbar, LeBron og Banchero. Since 1969, only three No. 1 overall picks have dropped 25+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in their NBA debut.Kareem Abdul-JabbarLeBron JamesPaolo Banchero pic.twitter.com/IFmdWyBUT0— NBA History (@NBAHistory) October 20, 2022 Þá hefur enginn nýliði í sögu Orlando skorað meira í fyrsta leik fyrir félagið en Banchero sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og fara þarf aftur til 1996 til að finna leikmann sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu sem skoraði jafn mikið í frumraun sinni í NBA. Það var Allen Iverson fyrir Philadelphia 76ers. Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla sneri Zion Williamson aftur í lið New Orleans Pelicans og skoraði 25 stig og tók níu fráköst í sigri á Brooklyn Nets, 108-130. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 28 stig. Zion looked great in his return to action tonight! #KiaTipOff22 25 PTS 9 REB 4 STL pic.twitter.com/grzb1loFyK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Brooklyn. Kyrie Irving náði sér ekki á strik og skoraði fimmtán stig úr nítján skotum og Ben Simmons átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum fyrir Brooklyn. Hann skoraði aðeins fjögur stig en fékk sex villur og Brooklyn tapaði með 26 stigum þegar hann var inni á vellinum. Ben Simmons Nets debut:4 points6 fouls-26 pic.twitter.com/ydFq5j6m10— StatMuse (@statmuse) October 20, 2022 Chicago Bulls fór vel af stað og sigraði Miami Heat, 108-116, á útivelli. DeMar DeRozan hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði 37 stig og gaf níu stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 24 stig fyrir Miami og Tyler Herro 23. DeMar did what DeMar does best in the @chicagobulls season-opening win... GET BUCKETS! #KiaTipOff22 37 PTS, 6 REB, 9 AST, 2 STL pic.twitter.com/8gu9KPHNNG— NBA (@NBA) October 20, 2022 Damion Lee skoraði sigurkörfu Phoenix Suns þegar liðið vann Dallas Mavericks, 107-105, eftir stoðsendingu frá besta manni vallarins, Devin Booker. Hann skoraði 28 stig og gaf níu stoðsendingar í endurkomusigri Phoenix sem lenti mest 22 stigum undir í leiknum. One word to describe Damion Lee's @Suns debut... CLUTCH! 11 Q4 PTS Game-winner#KiaTipOff22 x @Dami0nLee pic.twitter.com/KKkHaOOhKK— NBA (@NBA) October 20, 2022 Devin Booker dropped 28 PTS & 9 AST to help lead the @Suns to a 22 point comeback on opening night! #KiaTipOff22 pic.twitter.com/1Oc9ei7OQj— NBA (@NBA) October 20, 2022 Luka Doncic var að venju allt í öllu hjá Dallas og skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Chris Wood skilaði 25 stigum og átta fráköstum í fyrsta leik sínum fyrir Texas-liðið. Úrslitin í nótt Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland
Detroit 113-109 Orlando Brooklyn 108-130 New Orleans Miami 108-116 Chicago Phoenix 107-105 Dallas Indiana 107-114 Washington Atlanta 117-107 Houston Toronto 108-105 Cleveland Memphis 115-112 NY Knicks Minnesota 115-108 Oklahoma San Antonio 102-129 Charlotte Utah 123-102 Denver Sacramento 108-115 Portland
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira