Karólínska undrið í samanburði við íslenskan raunveruleika í heilbrigðismálum Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 20. október 2022 08:01 Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum? Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar. Þess ber að geta að stór hluti rannsóknastarfs Karólínska sjúkrahússins er fjármagnaður sérstaklega og því ekki innifalinn í þessari tölu, á meðan Landspítalinn notar að mestu fé úr rekstri sjúkrahússins til að standa straum af kostnaði við vísindastörf. Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum. Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin. Nýr forstjóri stjórnar Landspítalans hefur rætt mögulega fækkun stjórnenda á Landspítalanum í hagræðingarskyni. Út frá opinberum tölum er afar erfitt er að átta sig á fjölda starfsmanna sem tilheyra rekstrarhluta starfseminnar á Landspítalanum. Í ársskýrslu Landspítalans fyrir árið 2021 má sjá að rekstur skrifstofu Landspítlans kostaði 5.5 milljarða eða rúmlega 6% af rekstarkosnaði hans, á sama tíma má finna tölur frá Karólínska sjúkrahúsins sem sýna að 9% starfsmanna spítalans tilheyri ennþá rekstarhluta starfseminnar þrátt fyrir orðróm um miklar uppsagnir á liðnum árum. Þótt sænskur veruleiki sé ekki endilega sambærilegur við íslenskan veruleika, eru áskoranir og vandamál Svía og Íslendinga sambærileg varðandi mönnun heilbrigðiskerfisins. Á Karólínska sjúkrahúsinu eru samkvæmt ofannefndum tölum, tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum. Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi. Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann. Fjárlög ársins 2023 sem nýlega voru lögð fram á Alþingi Íslands gefa því miður lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu. Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga. Félag sjúkrahúslækna er reiðubúið að aðstoða stjórnvöld við nauðsynlega forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins svo nýta megi takmarkað fjármagn til málaflokksins sem best Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Heimildir Ársskýrsla Landspítalans 2021Ársskýrsla Karólínska sjúkrahússins 2021Upplýsingar um hlutfall starfsmanna á heimasíðu Karólínska sjúkrahússinsVefsíða OECD um hlutfall vergrar þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 fjárfestu Svíar mest allra Norðurlandaþjóða af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál, 11.4% á meðan Ísland rak lestina með rúmlega 8.3% í sama málaflokki. Samtímis varð undraverður viðsnúningi á rekstri þjóðarsjúkrahúss Svía, Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, eftir margra ára hallarekstur. Það er því ekki úr vegi að við spyrjum okkur hvort Íslendingar geti lært af reynslu Svía við forgangsröðun í heilbrigðismálum? Í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða sem fólu í sér umtalsverða fækkun starfsmanna og lokun bráðamóttöku sjúkrahússins var rekstrarkostnaður Karólínska sjúkrahússins fyrir árið 2021 tæplega 330 milljarðar á meðan rekstrarkostnaður Landspítalans var 94 milljarðar. Þess ber að geta að stór hluti rannsóknastarfs Karólínska sjúkrahússins er fjármagnaður sérstaklega og því ekki innifalinn í þessari tölu, á meðan Landspítalinn notar að mestu fé úr rekstri sjúkrahússins til að standa straum af kostnaði við vísindastörf. Starfsmenn Karólínska sjúkrahúsins voru á sama tíma 15200 en tæplega 4700 á Landspítalanum og legurými Karólínska sjúkrahúsins 1080 en 650 á Landspítalanum. Séu fyrrnefndar upplýsingar notaðar til að áætla kostnað á hvern starfsmann, var hver starfsmaður tæplega 9% dýrari og hvert legurými rúmlega 111% dýrara á Karólínska sjúkrahúsinu en á Landspítalanum. Ætti hver starfsmaður og hvert legurými að kosta jafnmikið á Íslandi og í Svíþjóð, þyrfti að auka fjárframlög til Landspítalans um 8.5 milljarða á ári með hliðsjón af kostnaði á hvern starfsmann en 104 milljarða á ári fyrir legurýmin. Nýr forstjóri stjórnar Landspítalans hefur rætt mögulega fækkun stjórnenda á Landspítalanum í hagræðingarskyni. Út frá opinberum tölum er afar erfitt er að átta sig á fjölda starfsmanna sem tilheyra rekstrarhluta starfseminnar á Landspítalanum. Í ársskýrslu Landspítalans fyrir árið 2021 má sjá að rekstur skrifstofu Landspítlans kostaði 5.5 milljarða eða rúmlega 6% af rekstarkosnaði hans, á sama tíma má finna tölur frá Karólínska sjúkrahúsins sem sýna að 9% starfsmanna spítalans tilheyri ennþá rekstarhluta starfseminnar þrátt fyrir orðróm um miklar uppsagnir á liðnum árum. Þótt sænskur veruleiki sé ekki endilega sambærilegur við íslenskan veruleika, eru áskoranir og vandamál Svía og Íslendinga sambærileg varðandi mönnun heilbrigðiskerfisins. Á Karólínska sjúkrahúsinu eru samkvæmt ofannefndum tölum, tvöfalt fleiri starfsmenn á hvert legurými samanborið við Landspítalann. Af þessum starfsmönnum, er hlutfall starfsmanna úr röð stærstu heilbrigðisstétta (lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) 68% á Karólínska sjúkrahúsinu á meðan það er aðeins 53% á Landspítalanum. Fjárfesting Svía í Karólínska sjúkrahúsið, hefur skilað þeim árangri að sjúkrahúsið trónir nú ofarlega á listum yfir fremstu sjúkrahús í heimi. Slík velgengni er ekki ókeypis og ljóst að þrátt fyrir mikla hagræðingu á Karólínska sjúkrahúsinu seinustu ár, kostar ennþá mun meira að reka Karólínska sjúkrahúsið á ársgrundvelli en Landspítalann. Fjárlög ársins 2023 sem nýlega voru lögð fram á Alþingi Íslands gefa því miður lítil fyrirheit um mikla uppbyggingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þótt mögulega séu tækifæri til hagræðingar í opinberri starfsemi, er ljóst að ekki verður gengið lengra í sparnaði inná heilbrigðisstofnunum landsins, nema draga verulega úr þjónustu. Öllum ætti að vera ljóst, að aukin fjárframlög í heilbrigðismál er fjárfesting til framtíðar, með raunsparnaði fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Lærdómur íslenskra stjórnvalda, í ljósi ofannefnds samanburðar við Svíþjóð, ætti að vera að verja auknu hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Nýr formaður stjórnar Landspítalans, sem einnig er forstjóri Karólínska sjúkrahússins, ætti helst að beina kröftum sínum að Bjarna Benediktsyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, til að tryggja frekara fjármagn til reksturs og uppbyggingar þjóðarsjúkrahúss Íslendinga. Félag sjúkrahúslækna er reiðubúið að aðstoða stjórnvöld við nauðsynlega forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins svo nýta megi takmarkað fjármagn til málaflokksins sem best Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Heimildir Ársskýrsla Landspítalans 2021Ársskýrsla Karólínska sjúkrahússins 2021Upplýsingar um hlutfall starfsmanna á heimasíðu Karólínska sjúkrahússinsVefsíða OECD um hlutfall vergrar þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun