Hvað ef ég skaða barnið mitt? Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 19. október 2022 18:01 Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt? Svona hugsanir kannast flestir nýbakaðir foreldrar við. Enda er fátt eðlilegra en að hafa áhyggjur og vilja vernda það sem manni ofurkært. Kvíði og áhyggjur eru eðlilegar og það er líka eðlilegt að fá óþægilegar og ágengar hugsanir eins að sjá sig fyrir sér missa barnið fram að svölunum. Hjá flestum nýbökuðum foreldrum eru kvíðinn og áhyggjurnar tímabundnar og hafa engin áhrif á getu þeirra til að sinna barninu. En þegar kvíðinn, óþægilegar ágengar hugsanir og áráttuhegðun sem snýr að því að vernda barnið er viðvarandi og farin að valda mikilli vanlíðan er um að ræða fæðingarþráhyggju. Fæðingarþráhyggja (e. postpartum OCD) er ein fjölmargra birtingarmynda þráhyggju-árátturöskunar sem hrjáir tvo til þrjá af hverjum hundrað foreldrum. Fæðingarþráhyggja einkennist af þráhugsunum, myndum eða hvötum sem sækja á fólk ítrekað og vekja kvíða, samviskubit, ógeð eða aðrar óþægilegar tilfinningar. Þessum hugsunum fylgir áráttuhegðun sem er endurtekin hegðun eða hugsun sem miðar að því að minnka óþægindin eða koma í veg fyrir skaða. Þráhugsanirnar snúast yfirleitt um barnið, t.d. hugsanir um að eitthvað gæti komið fyrir það, það veikst eða foreldrið gæti skaðað það ef óvarlega er farið. Árátturnar geta verið margskonar, til dæmis að umgangast barnið ofurvarlega, þvo og spritta hendur og heimilið, forðast umgengni við aðra, koma sér hjá því að sinna barninu t.d. bleyjuskiptum, reyna að ýta óþægilegum hugsunum frá og biðja aðra ítrekað um hughreystingu. Ef ekkert er að gert getur vandinn undið upp á sig og haft veruleg áhrif á foreldrið, samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi og tengslamyndun við barnið. Góðu fréttirnar eru samt þær að á síðustu áratugum hefur orðið mikil framþróun á sálfræðimeðferð við þráhyggju-árátturöskun, þar á meðal fæðingarþráhyggju og batahorfur þeirra sem hljóta sérsniðna hugræna atferlismeðferð og berskjöldunarmeðferð (e. ERP) eru mjög góðar. Í sumum tilvikum getur lyfjameðferð einnig hjálpað. Því miður veigrar fólk sér þó oft við því að ræða upplifun sína. Enda getur verið erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að skilja hvers vegna viðkomandi geti ekki leitt hugann frá þessum óhóflegu áhyggjum og varúðarráðstöfunum. Sumir skammast sín fyrir árátturnar sem geta verið skrítnar og tímafrekar. Þráhugsanir geta líka verið grimmar og stundum fer fólk að trúa því að það geti látið af því verða sem það hugsar. Það gerir það hins vegar ekki því hugsanirnar ganga þvert á vilja fólks. Fólk óttast líka að vera misskilið og dæmt af öðrum. Opin umræða og þekking á þessum vanda er mikilvæg ekki aðeins hjá fagfólki heldur fólki almennt. Skilningur aðstandenda getur nefnilega breytt miklu, minnkað skömm og dregið úr vanlíðan og stuðlað að því að fólk leiti sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hvað ef barnið mitt fær ekki næga næringu? Hvað ef það hættir að anda? Hvað ef ég missi það í gólfið? Hvað ef amman ber sýkla í barnið? Hvað ef ég skaða barnið mitt? Svona hugsanir kannast flestir nýbakaðir foreldrar við. Enda er fátt eðlilegra en að hafa áhyggjur og vilja vernda það sem manni ofurkært. Kvíði og áhyggjur eru eðlilegar og það er líka eðlilegt að fá óþægilegar og ágengar hugsanir eins að sjá sig fyrir sér missa barnið fram að svölunum. Hjá flestum nýbökuðum foreldrum eru kvíðinn og áhyggjurnar tímabundnar og hafa engin áhrif á getu þeirra til að sinna barninu. En þegar kvíðinn, óþægilegar ágengar hugsanir og áráttuhegðun sem snýr að því að vernda barnið er viðvarandi og farin að valda mikilli vanlíðan er um að ræða fæðingarþráhyggju. Fæðingarþráhyggja (e. postpartum OCD) er ein fjölmargra birtingarmynda þráhyggju-árátturöskunar sem hrjáir tvo til þrjá af hverjum hundrað foreldrum. Fæðingarþráhyggja einkennist af þráhugsunum, myndum eða hvötum sem sækja á fólk ítrekað og vekja kvíða, samviskubit, ógeð eða aðrar óþægilegar tilfinningar. Þessum hugsunum fylgir áráttuhegðun sem er endurtekin hegðun eða hugsun sem miðar að því að minnka óþægindin eða koma í veg fyrir skaða. Þráhugsanirnar snúast yfirleitt um barnið, t.d. hugsanir um að eitthvað gæti komið fyrir það, það veikst eða foreldrið gæti skaðað það ef óvarlega er farið. Árátturnar geta verið margskonar, til dæmis að umgangast barnið ofurvarlega, þvo og spritta hendur og heimilið, forðast umgengni við aðra, koma sér hjá því að sinna barninu t.d. bleyjuskiptum, reyna að ýta óþægilegum hugsunum frá og biðja aðra ítrekað um hughreystingu. Ef ekkert er að gert getur vandinn undið upp á sig og haft veruleg áhrif á foreldrið, samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi og tengslamyndun við barnið. Góðu fréttirnar eru samt þær að á síðustu áratugum hefur orðið mikil framþróun á sálfræðimeðferð við þráhyggju-árátturöskun, þar á meðal fæðingarþráhyggju og batahorfur þeirra sem hljóta sérsniðna hugræna atferlismeðferð og berskjöldunarmeðferð (e. ERP) eru mjög góðar. Í sumum tilvikum getur lyfjameðferð einnig hjálpað. Því miður veigrar fólk sér þó oft við því að ræða upplifun sína. Enda getur verið erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að skilja hvers vegna viðkomandi geti ekki leitt hugann frá þessum óhóflegu áhyggjum og varúðarráðstöfunum. Sumir skammast sín fyrir árátturnar sem geta verið skrítnar og tímafrekar. Þráhugsanir geta líka verið grimmar og stundum fer fólk að trúa því að það geti látið af því verða sem það hugsar. Það gerir það hins vegar ekki því hugsanirnar ganga þvert á vilja fólks. Fólk óttast líka að vera misskilið og dæmt af öðrum. Opin umræða og þekking á þessum vanda er mikilvæg ekki aðeins hjá fagfólki heldur fólki almennt. Skilningur aðstandenda getur nefnilega breytt miklu, minnkað skömm og dregið úr vanlíðan og stuðlað að því að fólk leiti sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun