Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 15:55 Bílastæði á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent