Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 15:55 Bílastæði á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Brotin voru framin árið 2015 og 2016 en fjallað var fyrst um málið fyrir um þremur árum síðan þegar ákæra var gefin út. Þar var þjónustutjóranum gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Þjónustustjórinn hafði meðal annars umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. Var hann ákærður fyrir að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Málið fara alla leið í dómskerfinu Mennirnir voru sýknaður af ákæru fyrir mútubrot í héraðsdómi en sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Þjónustustjórinn hlaut tólf mánaða dóm, þar af tíu mánaða skilorðsbundna en framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilorðsbundna refsingu. Hæstiréttur ÍslandsVísir/Vilhelm Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms. Þar var þjónustustjórinn fyrrverandi sakfelldur fyrir mútur og dómur yfir honum þyngur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundna. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem það taldi að niðurstaða Landsréttar um að sýkna framkvæmdastjórann af ákæru um mútubroti væri röng. Þyngri dómar í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu síðdegis í dag. Þar voru mennirnir aftur sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum. Hæstiréttur sneri hins vegar við sýknu framkvæmdastjórans hvað varðar mútubrot. Landsréttur sýknaði hann af þeim ákærulið á þeim grundvelli að ekki væri sýnt fram á að hann hafi haft frumkvæði að samráði mannanna. Hæstiréttur telur hins vegar að þessi niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í lögum eða lögskýringargögnum, að það skipti máli hvor þeirra hafi átt frumkvæði að samráðinu. Var framkvæmdastjórinn því sakfelldur fyrir mútubrot. KeflavíkurflugvöllurVísir/Vilhelm Ákæru um peningaþvætti á hendur framkvæmdastjóranum var hins vegar vísað frá Hæstarétti þar sem dómurinn taldi að miklir ágallar væru á þeim hluta ákærunnar að óhjákvæmilegt væri að vísa þeim hluta frá. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Landsréttar hvað varðar peningaþvætti þjónustustjórans. Hæstiréttir þyngdi dóma Landsréttar í málinu um þrjá mánuði í báðum tilvikum. Þjónustustjórinn fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Framkvæmdastjórinn fékk hins vegar fimmtán mánaða dóm, þar af tólf skilorðsbundna. Alls þurfa mennirnir að greiða Isavia rúmar átta milljónir króna vegna málsins, auk þess sem þeir þurfa að sæta upptöku eigna að því marki sem nægir til að greiða eftirstöðvar skaðabótakröfu Isavia.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Bílastæði Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira