Vin í eyðimörkinni Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 18. október 2022 11:30 Eitt mesta uppvaxtarskeiðið í sögu Hveragerðis er hafið sem ekkert lát virðist vera á. Fjölgunin kallar á uppbyggingu innviða og hefur byggingu nýs leikskóla í Kambalandi verið flýtt. Eins hefur tveggja áfanga viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði verið sameinuð í eina og er því markvisst unnið að hönnun þeirra byggingar. Með því náum við að bregðast við þeirri fólksfjölgun sem verið hefur. Einnig er það verkefni næstu mánaða að fylgja eftir ákvörðunum um uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja með það að markmiði að þjóna betur þörfum íþróttastarfsins og bæjarbúa. Fram undan eru áframhaldandi útboð á lóðum í eigu sveitarfélagsins til að mæta eftirspurn og þörf um húsnæði. Einnig vinna einkaaðilar að byggingu húsnæðis, fjöldi íbúða verður byggður við Lindarbrún og þá eru áform um að byggð verði fjölbýlishús á Tívolíreitnum. Fjölbreytt húsnæði mun því verða í boði í Hveragerði allt frá minni íbúðum í einbýlishús og markmið ríkisstjórnar um að auka framboð og jafna stöðuna á markaði höfð til hliðsjónar. Þeir innviðir sem í uppbyggingu eru verða til þess fallnir að anna þeirri fjölgun íbúa sem gert er ráð fyrir. Fram að því verður verkefnið að takast á við vaxtarverki. Meðal annars með því að bjóða upp á foreldragreiðslur til að mæta þeirri stöðu fái barn ekki vist á leikskóla 12 mánaða gamalt. Það er ákaflega ánægjulegt að sjá og upplifa áhuga fólks á því að búa í sveitarfélaginu og þar með velja sér Hveragerði til búsetu. Meðalaldur íbúa hefur farið lækkandi, fleira og fleira fólk með ung börn sækir í Hveragerði enda fjölskylduvænn bær og hafa bæjaryfirvöld skýr markmið um að hlúa enn betur að fjölskyldufólki. Við íbúar erum þakklát fyrir þennan mikla áhuga og hlýju sem Hveragerði er sýndur enda bærinn umvafinn einstökum náttúruperlum sem og fjölbreytileika tengdum heilsu- og þjónustu þar sem frumkvöðlar fá sín notið. Kannski er þetta einmitt umhverfið sem dregur fram það allra besta enda Hveragerði sannkölluð vin í hugum margra. Höfundur er oddviti Framsóknar og forseti bæjarstjórnar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eitt mesta uppvaxtarskeiðið í sögu Hveragerðis er hafið sem ekkert lát virðist vera á. Fjölgunin kallar á uppbyggingu innviða og hefur byggingu nýs leikskóla í Kambalandi verið flýtt. Eins hefur tveggja áfanga viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði verið sameinuð í eina og er því markvisst unnið að hönnun þeirra byggingar. Með því náum við að bregðast við þeirri fólksfjölgun sem verið hefur. Einnig er það verkefni næstu mánaða að fylgja eftir ákvörðunum um uppbyggingu nýrra íþróttamannvirkja með það að markmiði að þjóna betur þörfum íþróttastarfsins og bæjarbúa. Fram undan eru áframhaldandi útboð á lóðum í eigu sveitarfélagsins til að mæta eftirspurn og þörf um húsnæði. Einnig vinna einkaaðilar að byggingu húsnæðis, fjöldi íbúða verður byggður við Lindarbrún og þá eru áform um að byggð verði fjölbýlishús á Tívolíreitnum. Fjölbreytt húsnæði mun því verða í boði í Hveragerði allt frá minni íbúðum í einbýlishús og markmið ríkisstjórnar um að auka framboð og jafna stöðuna á markaði höfð til hliðsjónar. Þeir innviðir sem í uppbyggingu eru verða til þess fallnir að anna þeirri fjölgun íbúa sem gert er ráð fyrir. Fram að því verður verkefnið að takast á við vaxtarverki. Meðal annars með því að bjóða upp á foreldragreiðslur til að mæta þeirri stöðu fái barn ekki vist á leikskóla 12 mánaða gamalt. Það er ákaflega ánægjulegt að sjá og upplifa áhuga fólks á því að búa í sveitarfélaginu og þar með velja sér Hveragerði til búsetu. Meðalaldur íbúa hefur farið lækkandi, fleira og fleira fólk með ung börn sækir í Hveragerði enda fjölskylduvænn bær og hafa bæjaryfirvöld skýr markmið um að hlúa enn betur að fjölskyldufólki. Við íbúar erum þakklát fyrir þennan mikla áhuga og hlýju sem Hveragerði er sýndur enda bærinn umvafinn einstökum náttúruperlum sem og fjölbreytileika tengdum heilsu- og þjónustu þar sem frumkvöðlar fá sín notið. Kannski er þetta einmitt umhverfið sem dregur fram það allra besta enda Hveragerði sannkölluð vin í hugum margra. Höfundur er oddviti Framsóknar og forseti bæjarstjórnar í Hveragerði.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun