Ánetjaðist saumaklúbb og kerlingum Berglind Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2022 07:30 Lék tveim skjöldum Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð. Jafnvel fjársöfnun til góðgerðamála. Áður en hann vissi sat hann með prjóna og fitjaði upp á sokkum fyrir Úkraínska hermenn. Hann sökk dýpra með hverri viku, vissi að hann braut trúnað við leikfélaga sína í Gaukum. Lék tveim skjöldum, var leikmaður í stuttbuxum með númer á bakinu á daginn en saumaklúbbskerling að kvöldlagi. Feluleikurinn endar Feluleikurinn gekk upp í heilt ár og sjálfstraustið óx, hann lifði tvöföldu lífi og komst upp með það. Honum fannst hann ósnertanlegur. En þá kom höggið. Á síðustu æfingu fyrir úrslitaleik kom einn félaginn auga á einkennilegan hlut í íþróttatösku hins ógæfusama leikmanns. Upp úr rósóttum poka í töskunni stóðu prjónar með hálfkláruðum ullarsokk. Það sló þögn á liðið. Heyra mátti saumnálina sem rann úr pokanum detta. Með hjartað á réttum stað Þjálfarinn skipaði mönnum sínum fram á völlinn, þeir kláruðu æfinguna og héldu svo krísufund. „Eruð þið saumaklúbbskerlingar?“ þrumaði þjálfarinn með grátstaf í kverkunum. Herti sig upp og pírði augun karlmannlega á eiganda prjónanna. „Nú leggur þú þig fram með öllu þínu hjarta“ sagði hann og lagði lófann á stað fyrir neðan kviðarhol. Leikmenn lutu höfði og vissu að Eldibrandur þjálfari myndi leiða þá í gegnum þetta erfiða tímabil. Garndeildin í Hagkaupum erfiðust Hinn ógæfusami leikmaður gekkst við sinni fíkn, fór í endurhæfingu, fékk sponsor sem hann hringir í ef hann lendir í garndeildinni í Hagkaupum eða hittir glaðværar saumaklúbbskerlingar sem knúsa hann mjúklega og ilma vel. Hlýleg kvöld með kertaljósum og sögum af sorgum, gleði og sigrum í lífinu toguðu í hann svo eina leiðin var að eyða öllum kerlingunum úr símanum til að fá ekki fleiri skilaboð um hlaupahóp eða gönguferð á Esjuna, sem hann átti erfitt með að standast. Víti til varnaðar Hann er búinn að henda prjónunum (ætlaði að gefa þá ásamt garninu en taldi það of kerlingarlegt) og þakkar Eldibrandi þjálfara fyrir að hafa bjargað sér. Í stað saumaklúbbsbrandara segir hann núna aðra brandara. Er aftur orðinn harður nagli sem lífgar við bolta á vellinum og leikur andstæðinga grátt. Rósapokinn var hengdur upp í höfuðstöðvum klúbbsins sem víti til varnaðar ungum drengjum. Höfundur er bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Handverk Prjónaskapur Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Lék tveim skjöldum Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð. Jafnvel fjársöfnun til góðgerðamála. Áður en hann vissi sat hann með prjóna og fitjaði upp á sokkum fyrir Úkraínska hermenn. Hann sökk dýpra með hverri viku, vissi að hann braut trúnað við leikfélaga sína í Gaukum. Lék tveim skjöldum, var leikmaður í stuttbuxum með númer á bakinu á daginn en saumaklúbbskerling að kvöldlagi. Feluleikurinn endar Feluleikurinn gekk upp í heilt ár og sjálfstraustið óx, hann lifði tvöföldu lífi og komst upp með það. Honum fannst hann ósnertanlegur. En þá kom höggið. Á síðustu æfingu fyrir úrslitaleik kom einn félaginn auga á einkennilegan hlut í íþróttatösku hins ógæfusama leikmanns. Upp úr rósóttum poka í töskunni stóðu prjónar með hálfkláruðum ullarsokk. Það sló þögn á liðið. Heyra mátti saumnálina sem rann úr pokanum detta. Með hjartað á réttum stað Þjálfarinn skipaði mönnum sínum fram á völlinn, þeir kláruðu æfinguna og héldu svo krísufund. „Eruð þið saumaklúbbskerlingar?“ þrumaði þjálfarinn með grátstaf í kverkunum. Herti sig upp og pírði augun karlmannlega á eiganda prjónanna. „Nú leggur þú þig fram með öllu þínu hjarta“ sagði hann og lagði lófann á stað fyrir neðan kviðarhol. Leikmenn lutu höfði og vissu að Eldibrandur þjálfari myndi leiða þá í gegnum þetta erfiða tímabil. Garndeildin í Hagkaupum erfiðust Hinn ógæfusami leikmaður gekkst við sinni fíkn, fór í endurhæfingu, fékk sponsor sem hann hringir í ef hann lendir í garndeildinni í Hagkaupum eða hittir glaðværar saumaklúbbskerlingar sem knúsa hann mjúklega og ilma vel. Hlýleg kvöld með kertaljósum og sögum af sorgum, gleði og sigrum í lífinu toguðu í hann svo eina leiðin var að eyða öllum kerlingunum úr símanum til að fá ekki fleiri skilaboð um hlaupahóp eða gönguferð á Esjuna, sem hann átti erfitt með að standast. Víti til varnaðar Hann er búinn að henda prjónunum (ætlaði að gefa þá ásamt garninu en taldi það of kerlingarlegt) og þakkar Eldibrandi þjálfara fyrir að hafa bjargað sér. Í stað saumaklúbbsbrandara segir hann núna aðra brandara. Er aftur orðinn harður nagli sem lífgar við bolta á vellinum og leikur andstæðinga grátt. Rósapokinn var hengdur upp í höfuðstöðvum klúbbsins sem víti til varnaðar ungum drengjum. Höfundur er bóndi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar