„Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 7. október 2022 22:51 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þhálfari Keflvíkinga, var gríðarlega sáttur með sigurinn í kvöld. vísir/vilhelm Það var harla lítill haustbragur yfir leik Keflavíkur og Tindastóls í kvöld og í raun nærtækara að tala um úrslitakeppnisstemmingu, slík var gleðin í Keflavík í kvöld. Fullt hús í Blue höllinni og boðið upp á æsispennandi leik fram á lokasekúndurnar þar sem hvorugt lið gaf þumlung eftir. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þessi orð og sagði leikinn hafa einfaldlega verið frábæran. „Frábær leikur. Þeir voru rosalega „agressívir“ og við vissum svo sem að þeir yrðu það en vorum klárlega ekki tilbúnir í það til að byrja með. Svo fórum við bara aðeins „control-a“ okkur sjálfa og þá fór þetta að falla okkur megin.“ Tindastólsmenn misstu Adomas Drungilas útaf í upphafi seinni hálfleiks en hann var rekinn útúr húsi fyrir olnbogaskot í höfuð Dominykas Milka. Gestirnir voru þá orðnir ansi fáliðaðir í miðherjastöðunni en Sigurður Gunnar Þorsteinsson er meiddur. Keflvíkingum tókst þó ekki að nýta sér þessa stöðu að neinu marki. „Við fórum bara alveg í baklás við að reyna að nýta okkur þetta. Þeir fóru að tvídekka og við fórum alltof mikið að hugsa bara um það að henda boltanum inn í. Í staðinn fyrir að fá boltann í betra flæði erum við að henda honum inn í teig og þeir tvídekka og við vorum bara í veseni með það. Við þurfum aðeins að skoða það og fá boltann aðeins nær fyrir stóru strákana ef þetta gerist aftur.“ Það var eins og áður sagði frábær stemming í Keflavík í kvöld, og Hjalti var að vonum sáttur og kallar eftir því að það verði jafnvel mætt á alla leiki í vetur. „Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur. Þetta er bara gleði og stemming, bara geggjað.“ Keflvíkingar eru með ansi breiðan hóp í vetur, en Hjalti sagði að hópurinn væri í raun dýpri en leikurinn í kvöld gaf til kynna, og sendi hrós á þá leikmenn sem fengu ekki að koma við sögu í kvöld. „Við erum með mjög góða breidd já. Við erum í raun með dýpri bekk en þetta í rauninni. Við erum alveg með jafnvel 12 leikmenn sem geta spilað í þessari deild. Það er bara hrós á þá sem komu ekki inn á að halda haus, halda áfram og njóta þess að spila með okkur.“ Körfubolti Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
„Frábær leikur. Þeir voru rosalega „agressívir“ og við vissum svo sem að þeir yrðu það en vorum klárlega ekki tilbúnir í það til að byrja með. Svo fórum við bara aðeins „control-a“ okkur sjálfa og þá fór þetta að falla okkur megin.“ Tindastólsmenn misstu Adomas Drungilas útaf í upphafi seinni hálfleiks en hann var rekinn útúr húsi fyrir olnbogaskot í höfuð Dominykas Milka. Gestirnir voru þá orðnir ansi fáliðaðir í miðherjastöðunni en Sigurður Gunnar Þorsteinsson er meiddur. Keflvíkingum tókst þó ekki að nýta sér þessa stöðu að neinu marki. „Við fórum bara alveg í baklás við að reyna að nýta okkur þetta. Þeir fóru að tvídekka og við fórum alltof mikið að hugsa bara um það að henda boltanum inn í. Í staðinn fyrir að fá boltann í betra flæði erum við að henda honum inn í teig og þeir tvídekka og við vorum bara í veseni með það. Við þurfum aðeins að skoða það og fá boltann aðeins nær fyrir stóru strákana ef þetta gerist aftur.“ Það var eins og áður sagði frábær stemming í Keflavík í kvöld, og Hjalti var að vonum sáttur og kallar eftir því að það verði jafnvel mætt á alla leiki í vetur. „Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur. Þetta er bara gleði og stemming, bara geggjað.“ Keflvíkingar eru með ansi breiðan hóp í vetur, en Hjalti sagði að hópurinn væri í raun dýpri en leikurinn í kvöld gaf til kynna, og sendi hrós á þá leikmenn sem fengu ekki að koma við sögu í kvöld. „Við erum með mjög góða breidd já. Við erum í raun með dýpri bekk en þetta í rauninni. Við erum alveg með jafnvel 12 leikmenn sem geta spilað í þessari deild. Það er bara hrós á þá sem komu ekki inn á að halda haus, halda áfram og njóta þess að spila með okkur.“
Körfubolti Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflvíkingar kláruðu Stólana í háspennuleik Keflavík vann nauman tveggja stiga sigur gegn Tindastól er liðin mættust í stórleik 1. umferðar Subway-deildar karla í Keflavík í kvöld. Lokatölur 82-80 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. 7. október 2022 22:17