Handbolti

„Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar
Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar Vísir: Hulda Margrét

„Mér líður ekki vel. Ég held að við og ég segi það sama og ég sagði eftir síðasta leik, við verðum að vera betri. Frá byrjun vorum við að elta þá og það er svo erfitt að byrja leikinn á elta og það er erfitt í sextíu mínútur. Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju, góður leikur hjá þeim,“ sagði Carlos Martin Santos, eftir tap á ÍR í kvöld. Lokatölur 35-34. 

Harðarmenn áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og klikkuðu þeir á sautján skotum. Þeir bættu það í seinni hálfleik en það dugði ekki til. 

„Það vantaði hreyfingu í skotin. Við erum með sautján skot í fyrri hálfleik sem fara framhjá. Í þessari deild er það þannig að ef þú skýtur framhjá þá færðu mark frá mótherjanum og það gerðist sautján sinnum. Í seinni hálfleik skjótum við sex sinnum framhjá og það var öðruvísi. Auðvitað voru mikið af mistökum en þetta varð okkur að falli.“

Leikurinn var mjög hraður og þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 12-9. Carlos segir að leikurinn hafi verið of hraður fyrir þá og þrátt fyrir að hafa reynt að halda í við ÍR þá gekk það ekki. 

„Þessi leikur var of hraður og þeir spila hratt og gera það frá byrjun til enda. Við erum ekki þar og við náðum ekki takti í leiknum. Við reyndum en það gekk ekki.“

Carlos vill að strákarnir fari að aðlaga sig að deildinni til að eiga möguleika á að landa fyrsta sigrinum. 

„Ég ætla segja það sama og ég sagði eftir síðasta leik. Ég vill að við aðlögum okkur að keppninni og deildinni. Við verðum að vera betri á alla vegu.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.