Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um Smári Jökull Jónsson skrifar 29. september 2022 21:38 Einar fannst Framarar eiga að taka stigin tvö en fannst gaman að fylgjast með látunum undir lok leiksins. Vísir/Hulda Margrét „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. „Við vorum ekki alveg nógu kúl í hausnum. Þetta er stig, það er betra heldur en ekkert stig og við tökum það með okkur og svo er það áfram gakk,“ sagði Einar enn fremur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Framarar leiddu lengst af í dag, náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en FH tókst að jafna fyrir hlé áður en Fram tók frumkvæðið á ný. Eins og Einar sagði gekk Frömurum á köflum ekki nógu vel að nýta sér stöðu þar sem þeir voru einum fleiri. „Við erum bara með okkar útfærslur og höfum verið að gera þetta ágætlega. Við erum að skapa okkur færin en klikka úr dauðafærum. Á móti Stjörnunni förum við með tvö dauðafæri og í dag að minnsta kosti eitt ef ekki tvö. Okkur vantaði eitt mark í viðbót og þá hefðum við náð betri forystu en í staðinn fá þeir augnablikið með sér og gátu komist yfir,“ bætti Einar við en bæði lið fengu sóknir á lokamínútunni til að ná forystunni. „Þetta er ekkert vesen. Við erum búnir að spila þrjá alveg rosalega jafna leiki, vinna einn og gera tvö jafntefli. Þetta er bara fín æfing fyrir okkur líka og við erum bara brattir.“ FH var aðeins búið að skora fjögur mörk þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn enda varnarleikur Fram öflugur. „Við vorum mjög góðir varnarlega í dag en gerum klaufaleg mistök í vörninni sem við vorum búnir að fara vel yfir og ætluðum ekki að gera. Svona er þetta þegar er hátt spennustig í þessu. Ég hefði viljað vera kominn með meira forskot í seinni hálfleik og líka í fyrri hálfleik.“ „Phil Döhler (markvörður FH) var geggjaður í þessum leik. Mér fannst varnarleikurinn góður, markvarslan okkar datt aðeins í seinni hálfleik eftir frábæra markvörslu í fyrri hálfleik. Hún hrapar ansi hressilega í seinni hálfleiknum á meðan mér fannst vörnin standa vel allan leikinn. Svona er þetta, það er alltaf hægt að gera betur en við erum að spila á móti geggjuðu liði og tökum þetta stig bara.“ Undir lokin varð gríðarlega mikill hasar. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, tók aukakast eftir að tíminn var runninn út og skaut beint í andlit leikmanns FH. Litlu munaði að hópslagsmál brytust út, menn tókust vel á og áhorfendur komnir ansi nálægt enda atvikið upp við stúkuna. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar glottandi með Þorstein Gauta standandi bakvið myndavélina. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta,“ sagði Einar að endingu. Fram FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
„Við vorum ekki alveg nógu kúl í hausnum. Þetta er stig, það er betra heldur en ekkert stig og við tökum það með okkur og svo er það áfram gakk,“ sagði Einar enn fremur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Framarar leiddu lengst af í dag, náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en FH tókst að jafna fyrir hlé áður en Fram tók frumkvæðið á ný. Eins og Einar sagði gekk Frömurum á köflum ekki nógu vel að nýta sér stöðu þar sem þeir voru einum fleiri. „Við erum bara með okkar útfærslur og höfum verið að gera þetta ágætlega. Við erum að skapa okkur færin en klikka úr dauðafærum. Á móti Stjörnunni förum við með tvö dauðafæri og í dag að minnsta kosti eitt ef ekki tvö. Okkur vantaði eitt mark í viðbót og þá hefðum við náð betri forystu en í staðinn fá þeir augnablikið með sér og gátu komist yfir,“ bætti Einar við en bæði lið fengu sóknir á lokamínútunni til að ná forystunni. „Þetta er ekkert vesen. Við erum búnir að spila þrjá alveg rosalega jafna leiki, vinna einn og gera tvö jafntefli. Þetta er bara fín æfing fyrir okkur líka og við erum bara brattir.“ FH var aðeins búið að skora fjögur mörk þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn enda varnarleikur Fram öflugur. „Við vorum mjög góðir varnarlega í dag en gerum klaufaleg mistök í vörninni sem við vorum búnir að fara vel yfir og ætluðum ekki að gera. Svona er þetta þegar er hátt spennustig í þessu. Ég hefði viljað vera kominn með meira forskot í seinni hálfleik og líka í fyrri hálfleik.“ „Phil Döhler (markvörður FH) var geggjaður í þessum leik. Mér fannst varnarleikurinn góður, markvarslan okkar datt aðeins í seinni hálfleik eftir frábæra markvörslu í fyrri hálfleik. Hún hrapar ansi hressilega í seinni hálfleiknum á meðan mér fannst vörnin standa vel allan leikinn. Svona er þetta, það er alltaf hægt að gera betur en við erum að spila á móti geggjuðu liði og tökum þetta stig bara.“ Undir lokin varð gríðarlega mikill hasar. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, tók aukakast eftir að tíminn var runninn út og skaut beint í andlit leikmanns FH. Litlu munaði að hópslagsmál brytust út, menn tókust vel á og áhorfendur komnir ansi nálægt enda atvikið upp við stúkuna. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar glottandi með Þorstein Gauta standandi bakvið myndavélina. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta,“ sagði Einar að endingu.
Fram FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19