Sjáðu Vitor fljúga inn í úrslit: „Ég veit að Matthías er brjálaður“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 12:01 Vitor Charrua sýndi stáltaugar í gærkvöld og vann afar öruggan sigur. Stöð 2 Sport Vitor Charrua vann óvæntan en afar sannfærandi sigur á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Hann skellti meðal annars Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Matthíasi Erni Friðrikssyni, 3-0. Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember. Pílukast Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember.
Pílukast Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira