Sport

Dag­skráin í dag: Valur getur orðið Ís­lands­meistari, hand­bolti, golf og raf­í­þróttir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.
Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. BLAST Premier heldur áfram, það er spilað víða í golfi, Valur getur orðið Íslandsmeistari í fótbolta og þá eru tveir leikir í Olís deild kvenna í handbolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Aftureldingar og Vals en vinni gestirnir verða þeir Íslandsmeistarar. Afturelding á enn veika von um að halda sæti sínu í deildinni en þarf þá að sigra toppliðið.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.00 er Opna írska kvenna á dagskrá en það er hluti af LET-mótaröðinni.

Klukkan 16.20 er leikur Real Madríd og Real Betis í spænska ofurbikarnum í körfubolta á dagskrá. Klukkan 19.20 er leikur Barca og Joventut Badalona í sömu keppni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 11.30 er Opna franska í golfi á dagskrá en það er hluti af DP World-mótaröðinni. Klukkan 16.00 er Walmart NW Arkansas-meistaramótið á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 14.30 er leikur ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna á dagskrá. Klukkan 15.50 er svo komið að leik Selfoss og Vals.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 11.00 er Forsetabikarinn í golfi á dagskrá en hann er hluti af PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 E-Sport

BLAST Premier heldur áfram klukkan 10.00 með leik ENCE og 777. Klukkan 10.30 er leikur CPH Flames og HAVU á dagskrá. Klukkan 13.00 er svo keppt að nýju en þá mætast sigurvegararnir úr fyrri tveimur leikjum dagsins.

Klukkan 14.30 er svokallaður útilokunarleikur á dagskrá. Klukkan 16.00 er komið að Ákvörðunarleiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.