Bindum enda á stríðið gegn vímuefnanotendum Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2022 13:00 Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á þeirri hugmynd að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort viðkomandi sé notandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum hefur miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra verið beitt. Enn þann dag í dag eru vímuefnanotendur uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Síðustu ár hafa viðhorfin þó blessunarlega verið að breytast. Við erum byrjuð að tala um fíknivanda á yfirvegaðari og ígrundaðri hátt og hugtakið „skaðaminnkun“ hefur rutt sér rúms í almennri umræðu. Skaðleg og vanhugsuð refsistefna Staðreyndirnar um bann- og refsistefnuna mála ekki mjög fagra mynd; í skugga stefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt, og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna, sem gengur út á að banna vörslu og neyslu vímuefna, er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg. Fíkn er nefnilega ekki eitthvað sem fólk velur sér. Fíkn er ekki siðferðis- eða skapbrestur, og það er ekki heldur afleiðing slæms innrætis eða viljaleysis – fíkn er ekki hægt að lagfæra með refsingum. Þvert á móti er fíkn viðbragð við mannlegri þjáningu. Það er í eðli okkar allra að flýja þjáningu. Þegar okkur verkjar fáum við okkur verkjalyf – og okkur þykir það sjálfsagt. En þegar manneskja þjáist af andlegum sársauka sökum áfalla sem aldrei hefur fengist aðstoð við og sækist í verkjalyf sem henni hefur ekki verið ávísað þykir okkur sjálfsagt að refsa henni með því að taka af henni lyfin og sekta eða mögulega fangelsa hana í stað þess að hjálpa þessari manneskju, hlúa að henni og veita henni sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Samfélagið ætlar að „aðstoða“ þessa manneskju með því að gera hana að glæpamanni, jaðarsetja hana, telja henni trú um að hún sé biluð. Henni er meinaður aðgangur að því sem hún þarf mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – hún þarfnast hópsins síns og við útskúfum hana. Afglæpavæðing sem skaðaminnkunarúrræði Það er kominn tími til þess að við bindum enda á refsistefnuna – og þess vegna er ég að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpið er einfalt. Innflutningur, útflutningur, kaup, sala og framleiðsla vímuefna verður enn óheimil með lögum – en varsla efna innan skilgreindra marka verður gerð refsilaus. Ef frumvarpið nær fram að ganga getum við því strax hætt að refsa fólki fyrir það eitt að vera með á sér vímuefni til eigin nota. Því það er alveg deginum ljósara – að það er nákvæmlega engin aðstoð og engin forvörn falin í því að jaðarsetja, fangelsa, sekta eða taka efnin af fólki, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða einstakling með fíknivanda eða ekki. Þegar við hættum loksins að heyja stríð gegn jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar þá getum við sett orkuna okkar og fjármagn í að draga úr þjáningu, að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum og græða sár. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega- og félagslega vandann sem skapar fíknina. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Fíkn Píratar Alþingi Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á þeirri hugmynd að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort viðkomandi sé notandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum hefur miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra verið beitt. Enn þann dag í dag eru vímuefnanotendur uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Síðustu ár hafa viðhorfin þó blessunarlega verið að breytast. Við erum byrjuð að tala um fíknivanda á yfirvegaðari og ígrundaðri hátt og hugtakið „skaðaminnkun“ hefur rutt sér rúms í almennri umræðu. Skaðleg og vanhugsuð refsistefna Staðreyndirnar um bann- og refsistefnuna mála ekki mjög fagra mynd; í skugga stefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt, og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna, sem gengur út á að banna vörslu og neyslu vímuefna, er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg. Fíkn er nefnilega ekki eitthvað sem fólk velur sér. Fíkn er ekki siðferðis- eða skapbrestur, og það er ekki heldur afleiðing slæms innrætis eða viljaleysis – fíkn er ekki hægt að lagfæra með refsingum. Þvert á móti er fíkn viðbragð við mannlegri þjáningu. Það er í eðli okkar allra að flýja þjáningu. Þegar okkur verkjar fáum við okkur verkjalyf – og okkur þykir það sjálfsagt. En þegar manneskja þjáist af andlegum sársauka sökum áfalla sem aldrei hefur fengist aðstoð við og sækist í verkjalyf sem henni hefur ekki verið ávísað þykir okkur sjálfsagt að refsa henni með því að taka af henni lyfin og sekta eða mögulega fangelsa hana í stað þess að hjálpa þessari manneskju, hlúa að henni og veita henni sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Samfélagið ætlar að „aðstoða“ þessa manneskju með því að gera hana að glæpamanni, jaðarsetja hana, telja henni trú um að hún sé biluð. Henni er meinaður aðgangur að því sem hún þarf mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – hún þarfnast hópsins síns og við útskúfum hana. Afglæpavæðing sem skaðaminnkunarúrræði Það er kominn tími til þess að við bindum enda á refsistefnuna – og þess vegna er ég að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpið er einfalt. Innflutningur, útflutningur, kaup, sala og framleiðsla vímuefna verður enn óheimil með lögum – en varsla efna innan skilgreindra marka verður gerð refsilaus. Ef frumvarpið nær fram að ganga getum við því strax hætt að refsa fólki fyrir það eitt að vera með á sér vímuefni til eigin nota. Því það er alveg deginum ljósara – að það er nákvæmlega engin aðstoð og engin forvörn falin í því að jaðarsetja, fangelsa, sekta eða taka efnin af fólki, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða einstakling með fíknivanda eða ekki. Þegar við hættum loksins að heyja stríð gegn jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar þá getum við sett orkuna okkar og fjármagn í að draga úr þjáningu, að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum og græða sár. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega- og félagslega vandann sem skapar fíknina. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun