„Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 18. september 2022 22:41 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið sáttur eftir sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna í kvöld, 94-87. Þrír leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16