Handbolti

Pat­rekur fram­lengir til 2025

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Patrekur Jóhannesson mun stýra Stjörnunni til 2025.
Patrekur Jóhannesson mun stýra Stjörnunni til 2025. Vísir

Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2025. Þetta herma öruggar heimildir Stöðvar 2 og Vísis.

Kom þetta fram í lýsingu Henry Birgis Gunnarsson en Stjarnan er nú að spila við Fram í Olís deild karla í handbolta. Patrekur tók við liðinu árið 2020 og hefur nú framlengt samning sinn.

Himm fimmtugi Patrekur er öllum þeim sem unna handbolta kunnur enda var hann lengi vel máttarstólpi í íslenska landsliðinu. Alls spilaði hann 214 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. 

Eftir að skórnir fóru á hilluna sneri hann sér að þjálfun og hefur til að mynda þjálfað austurríska landsliðið, lið Skjern í Danmörku sem og Val, Hauka og Selfoss hér á landi. 

Vísir spáir því að Stjarnan endi í 4. sæti Olís deildarinnar í vetur en Patrekur ætlar sér eflaust enn stærri hluti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×