Að virða niðurstöður kosninga Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. september 2022 15:01 Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan. Þannig hefur fjórum sinnum verið kosið til þings frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og er óhætt að segja að stjórnmálaflokkar, hlynntir því að skipta um stjórnarskrá, hafi ekki riðið sérlega feitum hesti frá umræddum kosningum. Framboð hlynnt því að skipta út lýðveldisstjórnarskránni fyrir aðra fengu þannig mest um þriðjung atkvæða samanlagt í þingkosningum 2013 en tekizt var harkalega á um málið á Alþingi í aðdraganda kosninganna sem lauk loks með því að frumvarp að nýrri stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Hins vegar skiluðu þingkosningarnar, sem fram fóru einungis sex mánuðum eftir þjóðaratkvæðið, þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem börðust gegn samþykkt frumvarpsins, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta sem gerði þeim í framhaldinu kleift að mynda ríkisstjórn. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá allajafna farið minnkandi og var þannig einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum á síðasta ári þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja slík framboð. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu þannig ekki aðeins samanlagt mikinn minnihluta atkvæða heldur minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Framboð hlynnt umbótum á stjórnarskrá lýðveldisins fengu hins vegar mikinn meirihluta atkvæða. Með öðrum orðum er ljóst að meint krafa þjóðarinnar um það að skipta um stjórnarskrá hefur alls ekki birzt í niðurstöðum þingkosninga þrátt fyrir að fyrir liggi að stjórnarskrárbreytingar séu háðar aðkomu Alþingis hvort sem tekið er mið af gildandi stjórnarskrá lýðveldisins eða tillögum stjórnlagaráðs. Vert er þó að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að koma með ráðgefandi tillögur að breytingum á lýðveldisstjórnarskránni eins og kemur skýrt fram í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Hið sama er áréttað á vefsíðu ráðsins. Fyrst og fremst áhugamál afmarkaðs hóps Viðbrögðin úr röðum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá, þegar bent er á þingkosningar í þessum efnum, hafa verið þau að segja þær ekki snúast um stjórnarskrármálið. Þingkosningar snúast þó yfirleitt um það sem brennur á fólki en ljóst er, eins og forseti lýðveldisins hefur bent á, að það á ekki við um umrætt mál. Talað hefur einnig verið um það í áðurnefndum röðum að íslenzkir kjósendur hafi svikið íslenzku þjóðina í þingkosningum, það er svikið sig sjálfa, og jafnvel verið gengið svo langt að ræða um valdarán gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi láti það ekki undan kröfum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá. Full ástæða er til þess að velta fyrir sér hversu lýðræðislegur þessi málflutningur er. Flest bendir enda til þess að fyrst og fremst sé einungis um að ræða áhugamál frekar afmarkaðs en háværs hóps en valdarán hafa einmitt iðulega verið framin af afmörkuðum hópum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Vonandi þarf annars ekki að deila um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Sé lýðræðið hins vegar raunverulega útgangspunkturinn hlýtur að vera rétt að horfa til lýðræðislegra kosninga almennt í því sambandi en ekki einungis þeirra sem henta tilteknum pólitískum málstað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan. Þannig hefur fjórum sinnum verið kosið til þings frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og er óhætt að segja að stjórnmálaflokkar, hlynntir því að skipta um stjórnarskrá, hafi ekki riðið sérlega feitum hesti frá umræddum kosningum. Framboð hlynnt því að skipta út lýðveldisstjórnarskránni fyrir aðra fengu þannig mest um þriðjung atkvæða samanlagt í þingkosningum 2013 en tekizt var harkalega á um málið á Alþingi í aðdraganda kosninganna sem lauk loks með því að frumvarp að nýrri stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Hins vegar skiluðu þingkosningarnar, sem fram fóru einungis sex mánuðum eftir þjóðaratkvæðið, þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem börðust gegn samþykkt frumvarpsins, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta sem gerði þeim í framhaldinu kleift að mynda ríkisstjórn. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá allajafna farið minnkandi og var þannig einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum á síðasta ári þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja slík framboð. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu þannig ekki aðeins samanlagt mikinn minnihluta atkvæða heldur minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Framboð hlynnt umbótum á stjórnarskrá lýðveldisins fengu hins vegar mikinn meirihluta atkvæða. Með öðrum orðum er ljóst að meint krafa þjóðarinnar um það að skipta um stjórnarskrá hefur alls ekki birzt í niðurstöðum þingkosninga þrátt fyrir að fyrir liggi að stjórnarskrárbreytingar séu háðar aðkomu Alþingis hvort sem tekið er mið af gildandi stjórnarskrá lýðveldisins eða tillögum stjórnlagaráðs. Vert er þó að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að koma með ráðgefandi tillögur að breytingum á lýðveldisstjórnarskránni eins og kemur skýrt fram í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Hið sama er áréttað á vefsíðu ráðsins. Fyrst og fremst áhugamál afmarkaðs hóps Viðbrögðin úr röðum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá, þegar bent er á þingkosningar í þessum efnum, hafa verið þau að segja þær ekki snúast um stjórnarskrármálið. Þingkosningar snúast þó yfirleitt um það sem brennur á fólki en ljóst er, eins og forseti lýðveldisins hefur bent á, að það á ekki við um umrætt mál. Talað hefur einnig verið um það í áðurnefndum röðum að íslenzkir kjósendur hafi svikið íslenzku þjóðina í þingkosningum, það er svikið sig sjálfa, og jafnvel verið gengið svo langt að ræða um valdarán gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi láti það ekki undan kröfum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá. Full ástæða er til þess að velta fyrir sér hversu lýðræðislegur þessi málflutningur er. Flest bendir enda til þess að fyrst og fremst sé einungis um að ræða áhugamál frekar afmarkaðs en háværs hóps en valdarán hafa einmitt iðulega verið framin af afmörkuðum hópum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Vonandi þarf annars ekki að deila um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Sé lýðræðið hins vegar raunverulega útgangspunkturinn hlýtur að vera rétt að horfa til lýðræðislegra kosninga almennt í því sambandi en ekki einungis þeirra sem henta tilteknum pólitískum málstað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun