Handbolti

Bjarki Már skoraði þrjú í fyrsta deildar­leiknum í Ungverjalandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már fer vel af stað í Ungverjalandi.
Bjarki Már fer vel af stað í Ungverjalandi. Nikola Krstic/Getty Images

Veszprém vann stórsigur á Dabas í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 30-21 gestunum í vil. Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið en hann missti af leiknum í fyrstu umferðar vegna meiðsla.

Það var í raun alltaf ljóst hvorum megin sigurinn myndi lenda í kvöld en Bjarki Már og félagar leiddu með fimm mörkum í hálfleik, staðan þá 11-16. Í síðari hálfleik bættu þeir hægt og bítandi við forystu sína og unnu á endanum níu marka sigur, lokatölur 21-30.

Veszprém unnið báða leiki sína til þessa í deildinni og er með +20 í markatölu. Liðið situr þó í öðru sæti þar sem Pick Szged er á toppnum, einnig með tvo sigra en +29 í markatölu.

Bjarki Már skoraði þrjú mörk í leik kvöldsins en hann lék alls rúmar 33 mínútur í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×