Handbolti

Fyrsti Færeyingurinn til Kiel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elias Ellefsen á Skipagötu er gríðarlega spennandi leikmaður.
Elias Ellefsen á Skipagötu er gríðarlega spennandi leikmaður. sävehof

Þýska stórliðið Kiel hefur samið við færeyska handboltamanninn Elias Ellefsen á Skipagötu. Hann gengur í raðir Kiel næsta sumar.

Elias er í hópi mest spennandi handboltamanna Evrópu og þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur er hann byrjaður að láta til sín taka með færeyska A-landsliðinu.

Hann kemur til Kiel frá Sävehof í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. Elias skrifaði undir fjögurra ára samning við Kiel.

Elias verður fyrsti Færeyingurinn sem leikur með Kiel og aðeins annar handboltamaðurinn frá Færeyjum sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni. Hinn er Johan Hansen sem leikur með Flensburg. Hann lék með færeyska landsliðinu en núna með því danska.

Kiel varð þýskur bikarmeistari á síðasta tímabili og endaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið vann Magdeburg, 33-36, í þýska ofurbikarnum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×