Körfubolti

HM draumurinn lifir | Staðan í undanriðlinum

Atli Arason skrifar
Elvar Már og Tryggvi Snær fagna sigri með áhorfendum í Ólafssal.
Elvar Már og Tryggvi Snær fagna sigri með áhorfendum í Ólafssal. Bára Dröfn Kristinsdóttir

Ísland vann mikilvægan sigur á Úkraínu í undankeppni HM fyrr í kvöld en sigur Íslands ásamt smá aðstoð frá Ítölum gerir að verkum að Ísland er komið í bílstjórasætið fyrir sæti á HM 2023.

Ítalía vann sjö stiga sigur á heimavelli gegn Georgíu, 91-84. Ítalinn Simone Fontecchio var stigahæsti leikmaður leiksins með 21 stig

Í Hollandi voru Spánverjar í heimsókn þar sem gestirnir unnu 22 stiga stórsigur, 64-86. Jito Kok hélt Hollendingum á floti en hann var stigahæsti leikmaður vallarins með 16 stig

Ísland vann svo dramatískan þriggja stiga sigur á Úkraínu í lokaleik kvöldsins, 91-88. Elvar Már Friðriksson var langstigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig

Spánverjar og Ítalir eru eftir sigrana í dag saman í efstu sætum L-riðls með 11 stig. Ísland kemur svo í þriðja sæti með 10 stig. Georgía er í fjórða sæti með 9 stig á meðan Úkraína og Hollendingar reka lestina, bæði með 6 stig.

Íslenska liðið er því aftur komið með örlögin í sínar eigin hendur en efstu þrjú liðin fara áfram úr undanriðlinum og inn á HM. Framundan er mikilvægasti leikur liðsins í undankeppninni, þegar Georgía kemur í heimsókn í Ólafssal þann 11. nóvember næstkomandi.

Staðan í L-riðliFIBA

Tengdar fréttir

Elvar Már: „Þetta var liðssigur þar sem við lögðum allt í þetta“

Elvar Már Friðriksson var enn og aftur lykilmaður í því að ná í sigur íslenska körfuboltalandsliðsins en nú lágu Úkraínu menn í grasinu eftir framlengdan leik í Ólafssal fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 91-88 en að mati Elvars var það eljan og íslenska geðveikin sem skilaði sigrinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.