Kristófer: „Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir“ Árni Jóhansson skrifar 27. ágúst 2022 23:00 Kristófer Acox tróð boltanum af krafti og af svip andstæðingsins að dæma var það ekki vel þegið. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox var stórkostlegur á köflum í kvöld og átti lykilþátt í því að ná að sigla sigrinum heim í kvöld. Hann stal boltanum þegar sex sekúndur voru eftir og það varð til þess m.a. að Ísland vann Úkraínu 91-88 í Ólafssal í kvöld. „Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“ HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00