Bandalagið sem elskar kjarnorkusprengjur Stefán Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 „It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Stefán Pálsson NATO Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar