Bandalagið sem elskar kjarnorkusprengjur Stefán Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 „It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Stefán Pálsson NATO Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
„It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun