Aldrei búið á Spáni og fyrirliðinn vildi hann ekki en gæti mætt Íslandi á morgun Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 14:30 Lorenzo Brown í vináttulandsleik gegn Litháen fyrr í þessum mánuði. EPA-EFE/Elvira Urquijo A NBA-leikmaðurinn fyrrverandi Lorenzo Brown talar ekki spænsku og hefur aldrei búið á Spáni en hann er samt í spænska landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga við Ísland á morgun í undankeppni HM. Brown hlaut spænskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári en spænska körfuknattleikssambandið sóttist mjög eftir því vegna forfalla leikstjórnenda landsliðsins. Óhætt er að segja að það sé umdeilt að Brown sé orðinn spænskur landsliðsmaður en á meðal gagnrýnenda þess er fyrirliði liðsins, Rudy Fernández, sem benti á að Brown hefði engin tengsl við spænskan körfubolta. „Það hljómar ekki rétt. Ég heyrði það bara í fjölmiðlum að það væri kominn ríkisborgararéttur fyrir leikmann sem hefði engin tengsl við landið. Mér hlotnaðist sá heiður að spila með Mirotic og Ibaka. Þeir voru erlendir leikmenn en þeir höfðu æft í spænskum akademíum frá því að þeir voru mjög ungir og voru þannig búnir að mynda sterk tengsl við landið,“ sagði Fernández eftir að tilkynnt var um komu Brown í landsliðið í sumar. Kynntist þjálfaranum hjá Toronto Sergio Scariolo, þjálfari spænska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Toronto Raptors á árunum 2018-2021 og kynntist þar Brown. Scariolo segir það þó alls ekki hafa verið sína hugmynd að Brown fengi spænskan ríkisborgararétt, þó að hann fagni því að fá inn svo öflugan leikstjórnanda. Sjálfur hefur Brown, sem er leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael, talað um komuna í spænska landsliðið líkt og hann hafi verið að semja við félagslið og aðeins sagt að sér hafi boðist tækifæri sem hafi verið of gott til að hafna. Brown er eins og fyrr segir í sextán manna hópi Spánar sem æfir fyrir leikina við Ísland og Holland í undankeppni HM, og fyrir lokakeppni EM sem hefst í næsta mánuði. Tólf úr þessum hópi mæta Íslandi annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Brown hefur farið mikinn með spænska liðinu í æfingaleikjum að undanförnu og skorað næstflest stig að meðaltali fyrir liðið, í leikjum við Litháen og Grikkland. Spánn lék tvo leiki við hvort lið en tapaði þremur leikjanna og vann einn, 87-80 gegn Grikklandi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira
Brown hlaut spænskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári en spænska körfuknattleikssambandið sóttist mjög eftir því vegna forfalla leikstjórnenda landsliðsins. Óhætt er að segja að það sé umdeilt að Brown sé orðinn spænskur landsliðsmaður en á meðal gagnrýnenda þess er fyrirliði liðsins, Rudy Fernández, sem benti á að Brown hefði engin tengsl við spænskan körfubolta. „Það hljómar ekki rétt. Ég heyrði það bara í fjölmiðlum að það væri kominn ríkisborgararéttur fyrir leikmann sem hefði engin tengsl við landið. Mér hlotnaðist sá heiður að spila með Mirotic og Ibaka. Þeir voru erlendir leikmenn en þeir höfðu æft í spænskum akademíum frá því að þeir voru mjög ungir og voru þannig búnir að mynda sterk tengsl við landið,“ sagði Fernández eftir að tilkynnt var um komu Brown í landsliðið í sumar. Kynntist þjálfaranum hjá Toronto Sergio Scariolo, þjálfari spænska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Toronto Raptors á árunum 2018-2021 og kynntist þar Brown. Scariolo segir það þó alls ekki hafa verið sína hugmynd að Brown fengi spænskan ríkisborgararétt, þó að hann fagni því að fá inn svo öflugan leikstjórnanda. Sjálfur hefur Brown, sem er leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael, talað um komuna í spænska landsliðið líkt og hann hafi verið að semja við félagslið og aðeins sagt að sér hafi boðist tækifæri sem hafi verið of gott til að hafna. Brown er eins og fyrr segir í sextán manna hópi Spánar sem æfir fyrir leikina við Ísland og Holland í undankeppni HM, og fyrir lokakeppni EM sem hefst í næsta mánuði. Tólf úr þessum hópi mæta Íslandi annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Brown hefur farið mikinn með spænska liðinu í æfingaleikjum að undanförnu og skorað næstflest stig að meðaltali fyrir liðið, í leikjum við Litháen og Grikkland. Spánn lék tvo leiki við hvort lið en tapaði þremur leikjanna og vann einn, 87-80 gegn Grikklandi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira