Bíó og sjónvarp

Sigurlíkur Íslands tvisvar sinnum meiri í ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dýrið fjallar um sauðfjárbændurnar Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) sem búa í fögrum en afskekktum dal.
Dýrið fjallar um sauðfjárbændurnar Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) sem búa í fögrum en afskekktum dal. Dýrið

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 sem fagna 20 ára afmæli í ár. Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er fulltrúi Íslands í ár og berst meðal annars um nafnbótina við Volaða land, kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, sem er fulltrúi Danmerkur.

Það er eðli máls samkvæmt ekki á hverju ári sem Ísland á fulltrúa í tveimur kvikmyndum af fimm sem tilnefndar eru til verðlaunanna. Segja má að líkurnar á því að Íslendingar geti fagnað verðlaunum í ár séu einstaklega miklar enda tvær af fimm kvikmyndum í leikstjórn Íslendinga.

Hin eftirsóttu verðlaun voru fyrst afhent finnsku kvikmyndinni The Man Without A Past eftir Aki Kaurismäki árið 2002; en verðlaunin voru síðan fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið afhent árlega. Verðlaunin voru afhent Flee eftir Jonas Poher Rasmussen árið 2021.

Á meðal verðlaunahafa síðastliðna áratugi eru meðal annars Roy Andersson, Josef Fares, Pernilla August, Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Ruben Östlund og Joachim Trier.

Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í Oss árið 2014 og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar árið 2018 og Fúsi í leikstjórn Dags Kára árið 2015. Ísland vann verðlaunin í fyrsta skipti árið 2014.

Þetta er í þriðja skipti sem kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er tilnefnd. Hann hlaut líka tilnefningu árið 2018 fyrir Vetrarbræður og ári síðar fyrir Hvítur, hvítur dagur.

Í ár eru eru tilnefndar:

Danmörk: Volaða Land / Godland

Leikstjóri og handritshöfundur: Hlynur Pálmason

Framleiðendur: Eva Jakobsen, Katrin Pors, Mikkel Jersin (Profile Pictures) og Anton Máni Svansson (Join Motion Pictures).

Finnland: The Blind Man Who Did Not Want to See Titanic

Leikstjóri og handritshöfundur: Teemu Nikki

Framleiðandi: Jani Pösö (It’s Alive Films).

Ísland: Dýrið / Lamb

Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson

Handritshöfundar: Valdimar Jóhannsson og Sjón

Framleiðendur: Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim (Go to Sheep).

Noregur: Versta manneskja í heimi / The Worst Person in the World

Leiksstjóri: Joachim Trier

Handritshöfundar: Eskil Vogt og Joachim Trier

Framleiðendur: Thomas Robsahm og Andrea Berentsen Ottmar (Oslo Pictures).

Svíþjóð: Clara Sola

Leiksstjóri: Nathalie Álvarez Mesén

Handritshöfundur: Maria Camila Arias og Nathalie Álvarez Mesén

Framleiðandi: Nima Yousefi (HOBAB).


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×