Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur Gunnar Smári Egilsson skrifar 23. ágúst 2022 07:31 Guðmundur Kristjánsson í Brim var með 3.622.772 kr. í launatekjur á mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Stundarinnar, 72.523.173 kr. að meðaltali á mánuði í fjármagnstekjur og því með 76,1 m.kr. í mánaðartekjur. Eða um 913,7 m.kr. á árstekjur, álíka og 207 verkamenn á lágmarkslaunum. Af þessu tekjum borgaði Guðmundur 5,7 m.kr. í útsvar til Seltjarnarness, 11,4 m.kr. í tekjuskatt og 191,5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. 22,83% af tekjum Guðmundar fór í skatt. Í fyrra voru meðallaun á Íslandi 635 þús. kr. á mánuði. Af þeim borgaði fólk 158 þús. kr. í útsvar og tekjuskatt eða 24,93% af tekjum sínum. Guðmundur borgaði því lægra hlutfall af ofurtekjum sínum í skatt en meðal-launamaðurinn. Skattkerfið jafnar ekki út tekjur fólks heldur ýkir tekjumuninn. Hin ríku og tekjumiklu borga hlutfallslega minna en meðalmaðurinn. Tekjur Guðmundar í fyrra jafngilda tekjum 120 manns á meðaltekjum. Ef tekjur Guðmundar hefðu dreifst á 120 manns hefðu þeir borgað samanlagt hærri skatt en Guðmundur gerði. Og Seltjarnarnesbær hefði fengið 125.2 m.kr. í útsvar, ekki bara 5,7 m.kr. þar sem stærsti hluti tekna Guðmundar eru fjármagnstekjur sem bera ekki útsvar. Þetta er auðvitað galið. Þetta er galin niðurstaða þess að hin ríku hafa náð öllum völdum á Íslandi. Þau hafa snúið upp á skattkerfið svo það þjónar þeim einum. Borgar 178 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Danmörku Á Íslandi borgaði Guðmundur í Brim 208,6 m.kr. í skatta af ofurtekjum sínum. Ef Guðmundur byggi í Danmörku þyrfti hann að borga mun meira: 8,9 m.kr. til sveitarfélagsins, 12,6 m.kr. í tekjuskatt af launatekjum sínum og 365,4 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. Samtals 386,9 m.kr. eða 42,34% af tekjum sínum. Mismunurinn er 178,3 m.kr. Þegar ríkisstjórnin kemur saman til að setja saman fjárlög er fyrsta ákvörðunin að innheimta ekki þennan skatt hjá Guðmundi né fólki í hans stöðu, ekki að nýta þá til að byggja upp velferðarríki á Íslandi heldur að gefa Guðmundi þetta fé. Skattaafsláttur til Guðmundar miðað við danskan skatt er það sama og 52 öryrkjar fá frá Tryggingastofnun á ári. Borgar 382 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Noregi Fjármagnstekjuskattur er hærri í Danmörku en bæði í Noregi og Svíþjóð. Það byggir m.a. annars á því að í Danmörku er enginn auðlegðarskattur en í hinum löndunum er lagður skattur á eignir auk þess sem tekjur af þessum eignum, þ.e. fjármagnstekjur, eru skattlagðar. Ef Guðmundur byggi í Noregi væri útsvar, tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur 85 m.kr. hærri en hér, en síðan legðist 0,85% auðlegðarskattur á hreina eign Guðmundar umfram 21,6 m.kr. Nú veit ég ekki hver hrein eign Guðmundar er, en eigið fé Útgerðarfélags Reykjavíkur sem hann á og sem á síðan rúman 1/3 í Brim ásamt miklum öðrum eignum, er um 35 milljarðar króna í dag. Ef við tökum aðeins þá eign myndi 297,3 m.kr. bætast ofan á skattgreiðslur hins norska Guðmundar. Hann myndi borga í norskan skatt samtals um 382,3 m.kr. meira en hann gerir hér heima. Borgar 499 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Svíþjóð Og í Svíþjóð væri útsvarið, tekjuskatturinn og fjármagnstekjurnar 72,9 m.kr. hærri en hér heima en síðan legðist 1,5% skattur á hreina eign Guðmundar umfram 6.615 m.kr. Það gera 425,8 m.kr. ef áætlun okkar um 35 milljarða króna hreina eign er rétt. Heildarskattgreiðslur hins sænska Guðmundar væru þá 498,6 m.kr. hærri en þær eru á Íslandi. Ef við drögum þetta saman þá borgar auðmaður á borð við Guðmund í Brim skatt sem er 22,83% af tekjum hans á Íslandi, 42,34% í Danmörku, 64,67% í Noregi og 77,40% í Svíþjóð. Þið skulið samt ekki ráða of mikið í þessi hlutföll, horfið frekar til upphæðanna sem ég hef týnt til. Málið er að ef að hér væri auðlegðarskattur myndi Guðmundur borga sér hærri arð til að standa skil á skattinum og þá lækkuðu hlutföllin í Noregi og Svíþjóð, þar sem þau taka mið af tekjum. Þetta er tilgangur auðlegðarskatts, að draga úr hraðri eignamyndun hinna ríku. Skatturinn í Svíþjóð og Noregi kemur ekki í veg fyrir að hin ríku eignist á endanum allt, en hann seinkar því nokkuð. Ísland er nýfrjálshyggjuslömm Það er áhugavert við þennan norræna samanburð að Danmörk er með hæsta fjármagnstekjuskatt á Norðurlöndum þar sem þar er enginn auðlegðarskattur. Ísland er hins vegar með lægsta fjármagnstekjuskattinn en samt engan auðlegðarskatt. Við erum nýfrjálshyggjuslömm. Hér grotna niður innviðir og grunnkerfi samfélagsins vegna þess að stjórnvöld innheimta ekki skatta af hinum ríku. Þau styðja hin ríku, ekki samfélagið. Dæmið af Guðmundi á allt eins við um aðra af tekjuhæstu Íslendingunum. Ég nota Guðmund hér sem dæmi vegna þess að flestir vita hver hann er og tekjur hans eru ekki tilkomnar vegna einskiptis sölu á fyrirtæki, eins og á við um marga sem eru efst á tekjulistanum. En í lokin: Ofurtekjur sínar byggir Guðmundur á aðgengi að auðlindum sjávar, sem í orði kveðnu eru eign íslensku þjóðarinnar. Í fyrra greiddi Brim 744 m.kr. í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Það er lægri upphæð en Guðmundur greiddi sjálfum sér í fjármagnstekjur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skattar og tollar Brim Sjávarútvegur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson í Brim var með 3.622.772 kr. í launatekjur á mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Stundarinnar, 72.523.173 kr. að meðaltali á mánuði í fjármagnstekjur og því með 76,1 m.kr. í mánaðartekjur. Eða um 913,7 m.kr. á árstekjur, álíka og 207 verkamenn á lágmarkslaunum. Af þessu tekjum borgaði Guðmundur 5,7 m.kr. í útsvar til Seltjarnarness, 11,4 m.kr. í tekjuskatt og 191,5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. 22,83% af tekjum Guðmundar fór í skatt. Í fyrra voru meðallaun á Íslandi 635 þús. kr. á mánuði. Af þeim borgaði fólk 158 þús. kr. í útsvar og tekjuskatt eða 24,93% af tekjum sínum. Guðmundur borgaði því lægra hlutfall af ofurtekjum sínum í skatt en meðal-launamaðurinn. Skattkerfið jafnar ekki út tekjur fólks heldur ýkir tekjumuninn. Hin ríku og tekjumiklu borga hlutfallslega minna en meðalmaðurinn. Tekjur Guðmundar í fyrra jafngilda tekjum 120 manns á meðaltekjum. Ef tekjur Guðmundar hefðu dreifst á 120 manns hefðu þeir borgað samanlagt hærri skatt en Guðmundur gerði. Og Seltjarnarnesbær hefði fengið 125.2 m.kr. í útsvar, ekki bara 5,7 m.kr. þar sem stærsti hluti tekna Guðmundar eru fjármagnstekjur sem bera ekki útsvar. Þetta er auðvitað galið. Þetta er galin niðurstaða þess að hin ríku hafa náð öllum völdum á Íslandi. Þau hafa snúið upp á skattkerfið svo það þjónar þeim einum. Borgar 178 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Danmörku Á Íslandi borgaði Guðmundur í Brim 208,6 m.kr. í skatta af ofurtekjum sínum. Ef Guðmundur byggi í Danmörku þyrfti hann að borga mun meira: 8,9 m.kr. til sveitarfélagsins, 12,6 m.kr. í tekjuskatt af launatekjum sínum og 365,4 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. Samtals 386,9 m.kr. eða 42,34% af tekjum sínum. Mismunurinn er 178,3 m.kr. Þegar ríkisstjórnin kemur saman til að setja saman fjárlög er fyrsta ákvörðunin að innheimta ekki þennan skatt hjá Guðmundi né fólki í hans stöðu, ekki að nýta þá til að byggja upp velferðarríki á Íslandi heldur að gefa Guðmundi þetta fé. Skattaafsláttur til Guðmundar miðað við danskan skatt er það sama og 52 öryrkjar fá frá Tryggingastofnun á ári. Borgar 382 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Noregi Fjármagnstekjuskattur er hærri í Danmörku en bæði í Noregi og Svíþjóð. Það byggir m.a. annars á því að í Danmörku er enginn auðlegðarskattur en í hinum löndunum er lagður skattur á eignir auk þess sem tekjur af þessum eignum, þ.e. fjármagnstekjur, eru skattlagðar. Ef Guðmundur byggi í Noregi væri útsvar, tekjuskattur og fjármagnstekjuskattur 85 m.kr. hærri en hér, en síðan legðist 0,85% auðlegðarskattur á hreina eign Guðmundar umfram 21,6 m.kr. Nú veit ég ekki hver hrein eign Guðmundar er, en eigið fé Útgerðarfélags Reykjavíkur sem hann á og sem á síðan rúman 1/3 í Brim ásamt miklum öðrum eignum, er um 35 milljarðar króna í dag. Ef við tökum aðeins þá eign myndi 297,3 m.kr. bætast ofan á skattgreiðslur hins norska Guðmundar. Hann myndi borga í norskan skatt samtals um 382,3 m.kr. meira en hann gerir hér heima. Borgar 499 m.kr. minna í skatt á Íslandi en ef hann byggi í Svíþjóð Og í Svíþjóð væri útsvarið, tekjuskatturinn og fjármagnstekjurnar 72,9 m.kr. hærri en hér heima en síðan legðist 1,5% skattur á hreina eign Guðmundar umfram 6.615 m.kr. Það gera 425,8 m.kr. ef áætlun okkar um 35 milljarða króna hreina eign er rétt. Heildarskattgreiðslur hins sænska Guðmundar væru þá 498,6 m.kr. hærri en þær eru á Íslandi. Ef við drögum þetta saman þá borgar auðmaður á borð við Guðmund í Brim skatt sem er 22,83% af tekjum hans á Íslandi, 42,34% í Danmörku, 64,67% í Noregi og 77,40% í Svíþjóð. Þið skulið samt ekki ráða of mikið í þessi hlutföll, horfið frekar til upphæðanna sem ég hef týnt til. Málið er að ef að hér væri auðlegðarskattur myndi Guðmundur borga sér hærri arð til að standa skil á skattinum og þá lækkuðu hlutföllin í Noregi og Svíþjóð, þar sem þau taka mið af tekjum. Þetta er tilgangur auðlegðarskatts, að draga úr hraðri eignamyndun hinna ríku. Skatturinn í Svíþjóð og Noregi kemur ekki í veg fyrir að hin ríku eignist á endanum allt, en hann seinkar því nokkuð. Ísland er nýfrjálshyggjuslömm Það er áhugavert við þennan norræna samanburð að Danmörk er með hæsta fjármagnstekjuskatt á Norðurlöndum þar sem þar er enginn auðlegðarskattur. Ísland er hins vegar með lægsta fjármagnstekjuskattinn en samt engan auðlegðarskatt. Við erum nýfrjálshyggjuslömm. Hér grotna niður innviðir og grunnkerfi samfélagsins vegna þess að stjórnvöld innheimta ekki skatta af hinum ríku. Þau styðja hin ríku, ekki samfélagið. Dæmið af Guðmundi á allt eins við um aðra af tekjuhæstu Íslendingunum. Ég nota Guðmund hér sem dæmi vegna þess að flestir vita hver hann er og tekjur hans eru ekki tilkomnar vegna einskiptis sölu á fyrirtæki, eins og á við um marga sem eru efst á tekjulistanum. En í lokin: Ofurtekjur sínar byggir Guðmundur á aðgengi að auðlindum sjávar, sem í orði kveðnu eru eign íslensku þjóðarinnar. Í fyrra greiddi Brim 744 m.kr. í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Það er lægri upphæð en Guðmundur greiddi sjálfum sér í fjármagnstekjur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun