Körfubolti

Logi Gunnars­son verður á­fram í Njarð­vík næstu tvö árin

Atli Arason skrifar
Logi Gunnarsson er hvergi nærri hættur að spila körfubolta.
Logi Gunnarsson er hvergi nærri hættur að spila körfubolta. Vísir/Hulda Margrét

Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024 en þetta kemur fram í tilkynningu sem Njarðvíkingar sendu frá sér í gærkvöldi.

Logi hóf meistaraflokksferil sinn hjá Njarðvík fyrir 25 árum síðan og hefur leikið samfellt með félaginu síðan hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2013. Logi fæddist í september árið 1981 og verður hann því tæplega 43 ára gamall þegar samningurinn rennur út.

Á síðasta leiktímabili lyfti Logi deildarmeistaratitlinum með Njarðvík en þá spilaði hann 24 leiki þar sem hann skoraði 8,3 stig að meðaltali, gaf 1,5 stoðsendingar og tók 1,9 fráköst á hvern leik

Njarðvíkingar stefna á að kveðja Ljónagryfjuna eftir næsta tímabil og flytja í nýja aðstöðu í Innri Njarðvík og mun fyrirliðinn því leiða liðið í gegnum þær breytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×