Guggan komin heim en er ekki lengur gul Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 11:35 Guðbjörgin gamla, nú Snæfell, við festar á Akureyri. Aflafréttir/Gísli Reynisson Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá. Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd. Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sjá meira
Snæfell EA, áður þekkt sem Guggan, kom til hafnar á Akureyri á laugardag eftir siglingu frá Danmörku. Samherji ehf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum samkvæmt frétt mbl.is en þar hét skipið Akraberg FO. Nefna ber að Samherji á þriðjungshlut í Framherja. Skipið var lengt um átján metra í Þýskalandi.Aflafréttir/Gísli Reynisson Fram kemur í frétt Aflafrétta að ráðgert sé að skipið fari fljótlega á veiðar og muni þá vera notað til grálúðuveiða. Þá eigi skipsnafnið Snæfell EA sér langa sögu í Eyjafirði en bátar með því nafni hafi verið gerðir út frá fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Eyjafjörðinn hafi hins vegar skort skip með nafinu Snæfell EA frá árinu 2019 en úr því hefur nú verið bætt. Skipið, sem nú ber þetta nafn og áður nafnið Guðbjörgin ÍS, er eins og áður segir sögufrægt skip og hefur áður verið í eigu Samherja. Vísir fjallaði ítarlega um sögu Guggunnar fyrr á árinu: Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði en skip með því nafni höfðu lengi verið gerð út frá Ísafirði og nokkrar Guggur komið þar við sögu. Guðbjörgin, sem nú heitir Snæfell, var smíðuð fyrir Hrönn árið 1994 en árið 1997 sameinaðist Hrönn Samherja á Akureyri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét við það tilefni þessi frægu orð falla: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Það loforð hélt, eins og frægt er, ekki lengi. Guðbjörgin var árið 1999 seld til Þýskalands en hafði þá ekki landað í heilt ár á Ísafirði. Í Þýskalandi var skipið lengt og er því í dag 86 metrar á lengd.
Akureyri Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sjá meira