Handbolti

Þjóðverjar reyndust sterkari í seinni hálfleik

Hjörvar Ólafsson skrifar
Íslenska liðið stóð sig vel þrátt fyrir tapið í dag. 
Íslenska liðið stóð sig vel þrátt fyrir tapið í dag.  Mynd/HSÍ

Íslenska drengjalandliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri laut í lægra haldi, 35-31, þegar liðið mætti Þýskalandi í lokaumferð í milliriðli Evrópumótsins í dag.  

Ljóst var fyrir leikinn að liðið sem færi með sigur af hólmi færi áfram í átta liða úrslit en hitt liðið myndi spila um níunda til sextánda sæti. 

Staðan var jöfn, 18-18 í háfleik en þýska liðið reyndist sterkara í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur. 

Næsti leikur íslenska liðsins er á þriðjudaginn kemur en það kemur í ljós seinna í dag hverjir andstæðingar þess verða þar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.