Söfn fyrir öll Dagrún Ósk Jónsdóttir og Steindór G. Steindórsson skrifa 3. ágúst 2022 14:01 Söfn gegna mikilvægu hlutverk í samfélaginu, þau safna og varðveita gripi fyrir komandi kynslóðir, miðla menningararfinum til fólks á fjölbreyttan hátt, stunda rannsóknir, standa fyrir viðburðum, fræða og gleðja svo eitthvað sé nefnt. Þau endurspegla samfélagið, tengja saman fortíð og samtíð og reyna að stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af því sem þar er að finna. Mörg söfn hafa undanfarin ár lagt sig fram við að miðla fjölbreytileikanum, fjalla um ólíka hópa samfélagsins svo að sem flest geti tengt við það sem fyrir augu ber. Nú eru hinsegin dagar gengnir í garð en saga hinsegin fólks er oft frekar ósýnileg á söfnum. Safnkostur endurspeglar oftast efnismenningu en kynhneigð eða kynvitund fólks sést (yfirleitt) ekki á efnislegum hlutum. Árið 2018 þegar Samtökin 78 urðu 40 ára leituðu þau til Þjóðminjasafnsins um samstarf til að gera hinsegin fólk sýnilegt í grunnsýningu safnsins. Þá var valin sú leið að búa til vegvísi með hugleiðingum um hinsegin sögu á Íslandi en sú leiðsögn heitir Regnbogaþráðurinn. Regnbogaþráðurinn var opnaður í nóvember 2018 og er hinsegin vegvísir í gegnum grunnsýninguna: Þjóð verður til: menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Regnbogaþráðurinn byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin ár innan hinsegin sögu. Þráðurinn slitnar á miðöldum en heldur áfram á 19. öld vegna skorts á rannsóknum og heimildum um það tímabil. Þjóðminjasafnið. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Í leiðsögninni er meðal annars fjallað um ástir kvenna, karla í ástandinu, sjálfsmyndir, beinagrindur og klaustur. Saga hinsegin fólks er ekki oft sögð á opinberum söfnum og sýningum. Með þessu framtaki vilja Þjóðminjasafnið og Samtökin '78 benda á mikilvægi þess að segja sögu minnihlutahópa á söfnum og skoða hefðbundna Íslandssögu út frá gagnrýnum sjónarhóli og spyrja spurninga um hverra saga sé sögð. Á Alþjóðlega safnadaginn sem haldinn var í maí síðastliðinn var þemað einmitt máttur safna sem er meðal annars geta þeirra til að fræða okkur um fortíðina og á sama tíma opna hug okkar gagnvart nýjum hlutum og hugmyndum sem gerir okkur kleift að leggja grunn að betri framtíð. Þess vegna er mikilvægt að söfn endurspegli fjölbreytileikann og séu fyrir okkur öll. Gleðilega hinsegin daga! Steindór Gunnar Steindórsson er samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins og Dagrún Ósk Jónsdóttir er verkefnisstjóri FÍSOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Söfn Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Söfn gegna mikilvægu hlutverk í samfélaginu, þau safna og varðveita gripi fyrir komandi kynslóðir, miðla menningararfinum til fólks á fjölbreyttan hátt, stunda rannsóknir, standa fyrir viðburðum, fræða og gleðja svo eitthvað sé nefnt. Þau endurspegla samfélagið, tengja saman fortíð og samtíð og reyna að stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af því sem þar er að finna. Mörg söfn hafa undanfarin ár lagt sig fram við að miðla fjölbreytileikanum, fjalla um ólíka hópa samfélagsins svo að sem flest geti tengt við það sem fyrir augu ber. Nú eru hinsegin dagar gengnir í garð en saga hinsegin fólks er oft frekar ósýnileg á söfnum. Safnkostur endurspeglar oftast efnismenningu en kynhneigð eða kynvitund fólks sést (yfirleitt) ekki á efnislegum hlutum. Árið 2018 þegar Samtökin 78 urðu 40 ára leituðu þau til Þjóðminjasafnsins um samstarf til að gera hinsegin fólk sýnilegt í grunnsýningu safnsins. Þá var valin sú leið að búa til vegvísi með hugleiðingum um hinsegin sögu á Íslandi en sú leiðsögn heitir Regnbogaþráðurinn. Regnbogaþráðurinn var opnaður í nóvember 2018 og er hinsegin vegvísir í gegnum grunnsýninguna: Þjóð verður til: menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Regnbogaþráðurinn byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin ár innan hinsegin sögu. Þráðurinn slitnar á miðöldum en heldur áfram á 19. öld vegna skorts á rannsóknum og heimildum um það tímabil. Þjóðminjasafnið. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Í leiðsögninni er meðal annars fjallað um ástir kvenna, karla í ástandinu, sjálfsmyndir, beinagrindur og klaustur. Saga hinsegin fólks er ekki oft sögð á opinberum söfnum og sýningum. Með þessu framtaki vilja Þjóðminjasafnið og Samtökin '78 benda á mikilvægi þess að segja sögu minnihlutahópa á söfnum og skoða hefðbundna Íslandssögu út frá gagnrýnum sjónarhóli og spyrja spurninga um hverra saga sé sögð. Á Alþjóðlega safnadaginn sem haldinn var í maí síðastliðinn var þemað einmitt máttur safna sem er meðal annars geta þeirra til að fræða okkur um fortíðina og á sama tíma opna hug okkar gagnvart nýjum hlutum og hugmyndum sem gerir okkur kleift að leggja grunn að betri framtíð. Þess vegna er mikilvægt að söfn endurspegli fjölbreytileikann og séu fyrir okkur öll. Gleðilega hinsegin daga! Steindór Gunnar Steindórsson er samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins og Dagrún Ósk Jónsdóttir er verkefnisstjóri FÍSOS.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun