Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson skrifar 16. september 2023 14:01 Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun