Hættum þessu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. júní 2022 14:31 Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða. Enn á ný fer heit umræða í gang, þar sem hvor fylking færir misgóð rök fyrir sínu máli. Enn á ný vaknar áhugi erlendra fjölmiðla á hvalveiðum Íslendinga, sem fjalla um þær í virtum og víðlesnum fjölmiðlum bæði vestan hafs og austan. Flestir á neikvæðum nótum. Engin efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Umræðan er á svipuðum stað og hún var fyrir aldarfjórðungi. Umhverfið hefur hins vegar gerbreyst. Ísland er nú ein örfárra þjóða í heiminum sem enn þverskallast við að stunda hvalveiðar og reynir eftir flóknum krókaleiðum að koma afurðunum á þá örfáu markaði, sem enn hafa áhuga á þeim. Viðhorf heimsbyggðarinnar til hvalveiða er nú enn neikvæðara en þá. Hún fylgist nú furðu lostin með þjóðinni sem kennir sig við framfarir, tækni, nýsköpun, hugverkaiðnað og ábyrga nýtingu auðlinda halda út á haf að skjóta hvali sem fáir hafa áhuga á að borða - en milljónir hafa áhuga á að horfa á. Efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Íslendinga eru nú nákvæmlega engin. Hvalveiðar skipta engu máli hvað varðar atvinnusköpun, gjaldeyristekjur eða almenna verðmætasköpun. Efnahagsleg rök fyrir því að hætta þeim, eru hins vegar yfirgnæfandi og augljós flestum. Orðið „orðsporsáhætta“ segir allt sem segja þarf um það. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt? Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru nú rauður þráður í rekstri bæði samfélaga og fyrirtækja. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda hvalveiðar sem kalla á reiði og andúð á helstu markaðssvæðum íslenskra útflutningsfyrirtækja? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að skaða með gjörðum sínum aðrar atvinnugreinar, það fólk sem þar starfar og samfélög sem reiða sig á þær? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda fyrirtækjarekstur sem veldur úlfúð, sundurlyndi og jafnvel óhugnaði í heimalandinu? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að reka fyrirtæki í vafasamri starfsemi og borga jafnvel með rekstrinum? Látum hvalina í friði! Lokaorðin eru úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum aldarfjórðungi, eða í janúar árið 1997: „Horfum á hlutina í samhengi! Látum ekki sérhagsmuni eða þjóðernishroka ráða ferðinni. Viðurkennum að við lifum á tímum þar sem vald neytenda er mikið. Þeir hika ekki við að „versla annars staðar“ sé þeim misboðið. Látum hvalina í friði!“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Enn á ný sigla lúnir hvalveiðibátar Hvals hf. á miðin og veiða hvali við Íslandsstrendur. Enn á ný klofnar þjóðin í afstöðu sinni til hvalveiða. Enn á ný fer heit umræða í gang, þar sem hvor fylking færir misgóð rök fyrir sínu máli. Enn á ný vaknar áhugi erlendra fjölmiðla á hvalveiðum Íslendinga, sem fjalla um þær í virtum og víðlesnum fjölmiðlum bæði vestan hafs og austan. Flestir á neikvæðum nótum. Engin efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Umræðan er á svipuðum stað og hún var fyrir aldarfjórðungi. Umhverfið hefur hins vegar gerbreyst. Ísland er nú ein örfárra þjóða í heiminum sem enn þverskallast við að stunda hvalveiðar og reynir eftir flóknum krókaleiðum að koma afurðunum á þá örfáu markaði, sem enn hafa áhuga á þeim. Viðhorf heimsbyggðarinnar til hvalveiða er nú enn neikvæðara en þá. Hún fylgist nú furðu lostin með þjóðinni sem kennir sig við framfarir, tækni, nýsköpun, hugverkaiðnað og ábyrga nýtingu auðlinda halda út á haf að skjóta hvali sem fáir hafa áhuga á að borða - en milljónir hafa áhuga á að horfa á. Efnahagsleg rök fyrir hvalveiðum Íslendinga eru nú nákvæmlega engin. Hvalveiðar skipta engu máli hvað varðar atvinnusköpun, gjaldeyristekjur eða almenna verðmætasköpun. Efnahagsleg rök fyrir því að hætta þeim, eru hins vegar yfirgnæfandi og augljós flestum. Orðið „orðsporsáhætta“ segir allt sem segja þarf um það. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt? Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru nú rauður þráður í rekstri bæði samfélaga og fyrirtækja. Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda hvalveiðar sem kalla á reiði og andúð á helstu markaðssvæðum íslenskra útflutningsfyrirtækja? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að skaða með gjörðum sínum aðrar atvinnugreinar, það fólk sem þar starfar og samfélög sem reiða sig á þær? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að stunda fyrirtækjarekstur sem veldur úlfúð, sundurlyndi og jafnvel óhugnaði í heimalandinu? Er það sjálfbært og samfélagslega ábyrgt að reka fyrirtæki í vafasamri starfsemi og borga jafnvel með rekstrinum? Látum hvalina í friði! Lokaorðin eru úr grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir rúmum aldarfjórðungi, eða í janúar árið 1997: „Horfum á hlutina í samhengi! Látum ekki sérhagsmuni eða þjóðernishroka ráða ferðinni. Viðurkennum að við lifum á tímum þar sem vald neytenda er mikið. Þeir hika ekki við að „versla annars staðar“ sé þeim misboðið. Látum hvalina í friði!“. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun