Konur sem keppa á jafningjagrundvelli Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 21. júní 2022 17:00 Í dag er alþjóðlegur dagur húmanista, svo ég sá fyrir mér að nota tækifærið til að hripa niður nokkur orð um hvað það er að vera húmanisti, hvað það gengur vel hjá okkur í Siðmennt og hvað sólstöður séu nú merkilegt fyrirbæri. En þegar ég settist við lyklaborðið rann upp fyrir mér að það væri bara engin eftirspurn eftir slíkum dyggðaskreytingum og sjálfshóli. Það væri miklu þarfara verk að sýna húmanisma í verki með því að beina athyglinni að raunverulegri jaðarsetningu. Því langar mig að rita nokkur orð um eitthvað sem er langt í frá neins konar aðaláhugamál hjá mér: Íþróttir. Trans konur bannaðar í sundi Um helgina kaus Sundsamband Íslands með tillögu um að banna trans konum að keppa á afreksstigi í kvennaflokki í kosningu FINA - Alþjóðasundsambandsins. Ákvörðunin byggir á niðurstöðum starfshóps um að trans konur sem ekki hefðu hafið kynleiðréttingu fyrir kynþroskaskeið, hafi einhvers konar forskot í afrekssundi. Þess í stað á að bjóða upp á opinn flokk, sem er bæði óraunhæf og jaðarsetjandi hugmynd að margra mati. Þessi ákvörðun gengur miklu lengra en takmarkanir annarra íþróttasambanda, en í sumum íþróttum hefur tíðkast að setja mörk á testesterónmagn í blóði eða tilgreina að ákveðin tímamörk hafi liðið frá því að kynleiðréttingarferli hófst og þar með inntaka krosshormóna. Björn Sigurðsson, formaður Sundsambandsins, hefur lýst því yfir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli þess að það sé „ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“ Skortur á samtali Ákvörðun FINA og stuðningur Sundsambands Íslands við þessa ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð innan hinsegin samfélagsins sem utan. Samtökin ‘78 hafa lýst yfir vonbrigðum með að SSÍ, sem er aðili að ÍSÍ, hafi stutt þessa tillögu. ÍSÍ hefur átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 og lagt áherslu á að vinna gegn fordómum og mismunun gagnvart hinsegin fólki. Það hefðu því verið hæg heimatökin fyrir SSÍ að leita ráðgjafar Samtakanna ‘78 áður en svo afdrifarík tillaga var studd. Þá hefur fréttaflutningur um tillöguna skapað vettvang fyrir fordómafulla umræðu í athugasemdakerfum, sem veldur hinsegin fólki miklum sársauka. Hræðslan við sigursælu trans konuna Rökstuðningur formanns Sundsambandsins er meint umhyggja fyrir íþróttakonum. Samt alls ekki öllum íþróttakonum. Bara sískynja íþróttakonum. Ákvörðunin er tekin af hræðslu við það að trans konur muni dómínera alla kvennaflokka, eitthvað sem hefur reyndar alls ekki gerst, þrátt fyrir að trans konur hafi mátt keppa í kvennaflokkum í öllum íþróttagreinum fram að þessu. Raunar er það svo, að þrátt fyrir að verðlaunapallar á heims- og álfumótum í hundruðum keppnisgreina skipti þúsundum, þá komast trans konur nánast aldrei á þessa palla. Aðeins örfáar trans konurnar hafa skarað fram úr. Stelpur sem stunda íþróttir Ef að Sundsambandi Íslands væri sannarlega annt um íþróttakonur væri lag að taka betur á því kynferðisofbeldi sem karlar beita konur innan greinarinnar. Ef íslenskt íþróttasamfélag bæri hag íþróttakvenna fyrir brjósti, væri kannski ekki úr vegi að þurrka út kynbundinn launamun afreksíþróttafólks, sem er jafnvel margfaldur. Þá væri kannski áhersluatriði að ganga úr skugga um að stelpur sem stunda íþróttir fái ekki kerfisbundið verri æfingartíma, minni verðlaunagripi og slakari aðstöðu. Kannski væri sniðugt að beina sjónum að því hvernig karlar fara með nánast öll völd í mörgum íþróttasamböndum landsins. Eða bara yfirhöfuð reyna að finna orsakir þess að tvöfalt fleiri drengir æfi íþróttir en stúlkur. Liðamótalaus, leggjastuttur og laktósasýrulágur Vafalaust má merkja einhvers konar forskot við íþróttaiðkun þegar líkamsuppbygging trans kvenna er borin saman við meðalsískonuna, þrátt fyrir núgildandi takmarkanir sem byggja á testesterónmagni. En málið er að afreksfólk í íþróttum er ekki meðalfólk. Það að ná árangri kostar náttúrulega þrotlausa vinnu, forgangsröðun og alúð við íþróttina. En heppni er þó mögulega einn af stærstu þáttunum sem ráða hvaða íþróttafólk skarar fram úr. Sundkappinn Michael Phelps hefur til dæmis algjöra líkamlega yfirburði yfir keppinauta sína. Hann er með stóran faðm og stutta leggi. Á meðan meðalmanneskjan er með sirka jafnlangan faðm og hún er há, þá er faðmur Phelps hlutfallslega lengri. Þá er hann með stóra fætur og tvöföld liðamót, þannig að öklarnir á honum beygjast 15% gleiðar en keppinauta hans. Hann framleiðir helmingi minni mjólkursýru en keppinautarnir og er með tvöfalt rúmmeiri lungu. Allt þetta, auk stórkostlegrar ástundunar auðvitað, hefur leitt til þess að sundferill Phelps er algjörlega mikilfenglegur. En fáir íþróttaunnendur kalla eftir banni við því að Phelps geti notað þessi erfðafræðilegu forréttindi sín. Þvert á móti er hann einn medalíuskreyttasti íþróttamaður allra tíma. Þá gefa alls konar líkamlegir yfirburðir forskot í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hávaxin skara fram úr í körfubolta. Lungnastærð, genetískur vöðvamassi, líkamshlutföll og ýmsir aðrir þættir sem stýrast mikið til af erfðum, geta haft afgerandi áhrif á velgengni þína í ákveðnum íþróttum. Áhrifin markföld Það er erfitt að sjá hvernig umhyggja fyrir konum stýri ákvörðunum SSÍ og Alþjóðasundsambandsins. Líklega á þessi ákvörðun eftir að draga stóran dilk á eftir sér, ekki bara fyrir trans sundkonur, heldur fyrir annað trans íþróttafólk, intersex íþróttafólk, trans fólk í heild sinni og jafnvel hinsegin samfélagið allt. Það er nefnilega ráðist að trans fólki úr öllum áttum í löndunum í kringum okkur og þetta er ekkert nema vatn á myllu einstaklinga sem telja að konum steðji einhvers konar ógn af trans konum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá stafar íþróttakonum, bæði sís og trans, aðallega ógn af feðraveldinu. Höfundur er formaður Siðmenntar. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi húmanista, en húmanistar berjast fyrir mannréttindum og gegn misrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Sund Inga Auðbjörg K. Straumland Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur húmanista, svo ég sá fyrir mér að nota tækifærið til að hripa niður nokkur orð um hvað það er að vera húmanisti, hvað það gengur vel hjá okkur í Siðmennt og hvað sólstöður séu nú merkilegt fyrirbæri. En þegar ég settist við lyklaborðið rann upp fyrir mér að það væri bara engin eftirspurn eftir slíkum dyggðaskreytingum og sjálfshóli. Það væri miklu þarfara verk að sýna húmanisma í verki með því að beina athyglinni að raunverulegri jaðarsetningu. Því langar mig að rita nokkur orð um eitthvað sem er langt í frá neins konar aðaláhugamál hjá mér: Íþróttir. Trans konur bannaðar í sundi Um helgina kaus Sundsamband Íslands með tillögu um að banna trans konum að keppa á afreksstigi í kvennaflokki í kosningu FINA - Alþjóðasundsambandsins. Ákvörðunin byggir á niðurstöðum starfshóps um að trans konur sem ekki hefðu hafið kynleiðréttingu fyrir kynþroskaskeið, hafi einhvers konar forskot í afrekssundi. Þess í stað á að bjóða upp á opinn flokk, sem er bæði óraunhæf og jaðarsetjandi hugmynd að margra mati. Þessi ákvörðun gengur miklu lengra en takmarkanir annarra íþróttasambanda, en í sumum íþróttum hefur tíðkast að setja mörk á testesterónmagn í blóði eða tilgreina að ákveðin tímamörk hafi liðið frá því að kynleiðréttingarferli hófst og þar með inntaka krosshormóna. Björn Sigurðsson, formaður Sundsambandsins, hefur lýst því yfir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli þess að það sé „ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“ Skortur á samtali Ákvörðun FINA og stuðningur Sundsambands Íslands við þessa ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð innan hinsegin samfélagsins sem utan. Samtökin ‘78 hafa lýst yfir vonbrigðum með að SSÍ, sem er aðili að ÍSÍ, hafi stutt þessa tillögu. ÍSÍ hefur átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 og lagt áherslu á að vinna gegn fordómum og mismunun gagnvart hinsegin fólki. Það hefðu því verið hæg heimatökin fyrir SSÍ að leita ráðgjafar Samtakanna ‘78 áður en svo afdrifarík tillaga var studd. Þá hefur fréttaflutningur um tillöguna skapað vettvang fyrir fordómafulla umræðu í athugasemdakerfum, sem veldur hinsegin fólki miklum sársauka. Hræðslan við sigursælu trans konuna Rökstuðningur formanns Sundsambandsins er meint umhyggja fyrir íþróttakonum. Samt alls ekki öllum íþróttakonum. Bara sískynja íþróttakonum. Ákvörðunin er tekin af hræðslu við það að trans konur muni dómínera alla kvennaflokka, eitthvað sem hefur reyndar alls ekki gerst, þrátt fyrir að trans konur hafi mátt keppa í kvennaflokkum í öllum íþróttagreinum fram að þessu. Raunar er það svo, að þrátt fyrir að verðlaunapallar á heims- og álfumótum í hundruðum keppnisgreina skipti þúsundum, þá komast trans konur nánast aldrei á þessa palla. Aðeins örfáar trans konurnar hafa skarað fram úr. Stelpur sem stunda íþróttir Ef að Sundsambandi Íslands væri sannarlega annt um íþróttakonur væri lag að taka betur á því kynferðisofbeldi sem karlar beita konur innan greinarinnar. Ef íslenskt íþróttasamfélag bæri hag íþróttakvenna fyrir brjósti, væri kannski ekki úr vegi að þurrka út kynbundinn launamun afreksíþróttafólks, sem er jafnvel margfaldur. Þá væri kannski áhersluatriði að ganga úr skugga um að stelpur sem stunda íþróttir fái ekki kerfisbundið verri æfingartíma, minni verðlaunagripi og slakari aðstöðu. Kannski væri sniðugt að beina sjónum að því hvernig karlar fara með nánast öll völd í mörgum íþróttasamböndum landsins. Eða bara yfirhöfuð reyna að finna orsakir þess að tvöfalt fleiri drengir æfi íþróttir en stúlkur. Liðamótalaus, leggjastuttur og laktósasýrulágur Vafalaust má merkja einhvers konar forskot við íþróttaiðkun þegar líkamsuppbygging trans kvenna er borin saman við meðalsískonuna, þrátt fyrir núgildandi takmarkanir sem byggja á testesterónmagni. En málið er að afreksfólk í íþróttum er ekki meðalfólk. Það að ná árangri kostar náttúrulega þrotlausa vinnu, forgangsröðun og alúð við íþróttina. En heppni er þó mögulega einn af stærstu þáttunum sem ráða hvaða íþróttafólk skarar fram úr. Sundkappinn Michael Phelps hefur til dæmis algjöra líkamlega yfirburði yfir keppinauta sína. Hann er með stóran faðm og stutta leggi. Á meðan meðalmanneskjan er með sirka jafnlangan faðm og hún er há, þá er faðmur Phelps hlutfallslega lengri. Þá er hann með stóra fætur og tvöföld liðamót, þannig að öklarnir á honum beygjast 15% gleiðar en keppinauta hans. Hann framleiðir helmingi minni mjólkursýru en keppinautarnir og er með tvöfalt rúmmeiri lungu. Allt þetta, auk stórkostlegrar ástundunar auðvitað, hefur leitt til þess að sundferill Phelps er algjörlega mikilfenglegur. En fáir íþróttaunnendur kalla eftir banni við því að Phelps geti notað þessi erfðafræðilegu forréttindi sín. Þvert á móti er hann einn medalíuskreyttasti íþróttamaður allra tíma. Þá gefa alls konar líkamlegir yfirburðir forskot í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hávaxin skara fram úr í körfubolta. Lungnastærð, genetískur vöðvamassi, líkamshlutföll og ýmsir aðrir þættir sem stýrast mikið til af erfðum, geta haft afgerandi áhrif á velgengni þína í ákveðnum íþróttum. Áhrifin markföld Það er erfitt að sjá hvernig umhyggja fyrir konum stýri ákvörðunum SSÍ og Alþjóðasundsambandsins. Líklega á þessi ákvörðun eftir að draga stóran dilk á eftir sér, ekki bara fyrir trans sundkonur, heldur fyrir annað trans íþróttafólk, intersex íþróttafólk, trans fólk í heild sinni og jafnvel hinsegin samfélagið allt. Það er nefnilega ráðist að trans fólki úr öllum áttum í löndunum í kringum okkur og þetta er ekkert nema vatn á myllu einstaklinga sem telja að konum steðji einhvers konar ógn af trans konum. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá stafar íþróttakonum, bæði sís og trans, aðallega ógn af feðraveldinu. Höfundur er formaður Siðmenntar. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi húmanista, en húmanistar berjast fyrir mannréttindum og gegn misrétti.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun