Handbolti

Róbert fær liðsstyrk til Gróttu

Atli Arason skrifar
Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, ásamt nýjasta liðsstyrknum, Elvari Otra Hjálmarssyni.
Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, ásamt nýjasta liðsstyrknum, Elvari Otra Hjálmarssyni. Grótta

Elvar Otri Hjálmarsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Fjölni. Elvar skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu.

Elvar er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum en hann hefur leikið síðustu fjögur ár með meistaraflokk liðsins þrátt fyrir að vera einungis 21 árs gamall.

Elvar spilaði stórt hlutverk hjá Fjölni á síðasta tímabili en Fjölnir rétt missti af sæti í efstu deild þegar þeir töpuðu gegn ÍR í úrslitaleiknum í umspili um sæti í efstu deild.

„Elvar Otri er efnilegur leikmaður sem gaman verður að vinna með hjá okkur í Gróttu. Hann býr yfir miklum hæfileikum og er útsjónarsamur leikmaður. Við ætlum að mæta með breiðan og góðan hóp til leiks í haust,“ segir Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í kjölfar félagaskiptanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.