Hugum vel að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu – þannig græða allir Bryndís Skarphéðinsdóttir og Margrét Wendt skrifa 15. júní 2022 11:30 Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Eftir tvö erfið ár fyrir íslenska ferðaþjónustu blasa við bjartari tímar. Allt stefnir í annasamt sumar og mörg fyrirtæki hafa staðið í ströngu við ráðningar á nýju starfsfólki. Öll viljum við taka vel á móti gestunum okkar og veita faglega þjónustu, en til þess þarf að tryggja að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun. Af hverju ættu ferðaþjónustufyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks? Starfsfólk í ferðaþjónustu er oft ráðið tímabundið til þess að sinna störfum yfir sumartímann. Jafnframt hefur hlutfall erlends starfsfólks í greininni hækkað. Oft er því litið svo á að þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu borgi sig ekki: Af hverju eiga fyrirtæki að fjárfesta í þjálfun starfsfólks, ef það snýr mögulega ekki aftur til starfa? Svarið við þessari spurningu er hins vegar afar einfalt. Góð fræðsla og þjálfun starfsfólks skiptir gríðarlega miklu máli fyrir velgengni fyrirtækja, því hún eykur ánægju viðskiptavina jafnt sem starfsfólks. Starfsfólk sem hefur fengið góða þjálfun er betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini. Með góðri móttöku og þjálfun starfsfólks getur fyrirtæki jafnframt dregið úr starfsmannaveltu og orðið að eftirsóknarverðum vinnustað. „Starfsfólkið er okkar mesti auður“ Á dögunum stóðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar fyrir Menntamorgni. Á fundinum fór Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants, yfir fræðslu- og þjálfunarmál og sagði: „Starfsfólkið er okkar mesti auður og með góðri þjálfun og áherslu á menntamál fyrirtækisins þá búum við til eftirsóknarvert starfsumhverfi og við gefum okkar fólki tæki og tól til að takast á við margar áskoranir sem upp geta komið.“ Þjálfun starfsfólks skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja, eins og kom fram í máli Þóris Erlingssonar, framkvæmdastjóra Tailwind og reynslubolta í íslenskri ferðaþjónustu. Á Menntamorgni ferðaþjónustunnar hélt hann erindi um mikilvægi menntunar, fræðslu og þjálfunar og sagði að „menntun, fræðsla og þjálfun eru lykillinn að auknum gæðum, hamingjusamari viðskiptavinum, hamingjusamara starfsfólki og aukinni arðsemi“. En felur þjálfun starfsfólks ekki alltaf í sér ákveðinn kostnað? Vissulega felur þjálfun starfsfólks í sér kostnað, en á móti kemur að góð þjálfun eykur gæði, ýtir undir ánægju viðskiptavina og dregur úr starfsmannaveltu. Allt eykur þetta arðsemi fyrirtækja. Auk þess geta fyrirtæki sótt um niðurgreiðslu fyrir fræðslu hjá starfsmenntasjóðum í gegnum Áttina (áttin.is) og þannig dregið verulega úr kostnaði. Sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur heimsótt fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki víðsvegar um landið og aðstoðað þau við að koma á fræðslu og þjálfun starfsfólks. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem leggja ríka áherslu á fræðslu ná umfangsmiklum árangri. Sem dæmi má nefna hótel þar sem skorið á booking.com fór úr 7.9 í 8.3 á innan við sex mánuðum. Annað dæmi er af ferðaþjónustufyrirtæki þar sem sala jókst um tæp 40% eftir að starfsfólk fór á sölunámskeið. Fyrirtæki sem vilja ná raunverulegum árangri þurfa því að gera þjálfun starfsfólks hátt undir höfði. Fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í samstarfi við Ferðamálastofu þróað efni sem nýtist við þjálfun starfsfólks. Um er að ræða upplýsingavef á hæfni.is, þar sem stjórnendur jafnt sem starfsfólk geta nálgast gagnlegt fræðsluefni sem aðgengilegt er á nokkrum tungumálum. Stjórnendur í ferðaþjónustu geta kynnt sér móttökuferli nýliða í einföldum skrefum, ásamt ítarlegum gátlista. Jafnframt er þar að finna gagnlegt efni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu, svo sem leiðbeiningar sem auðvelda ráðningu erlends starfsfólks og upplýsingar um námskeið í boði. Núna er ferðaþjónustan komin á fullt fyrir sumarið. Þó er mikilvægt er að staldra við og huga að þjálfun og móttöku nýs starfsfólks því þannig græða allir. Með góðri þjálfun eykst jákvæð upplifun starfsfólks jafnt sem viðskiptavina sem skilar sér í aukinni arðsemi fyrirtækja. Þannig stuðlum við saman að gæðum og velgengni íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Höfundar eru sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar