Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 28. janúar 2026 07:32 Hversu langur á leikskóladagurinn að vera? Er það vinnumarkaðarins að stýra því eða á velferð barnsins að vera í fyrsta sæti? Eftir rúm tvö ár af breyttu fyrirkomulagi í leikskólum Kópavogs er það augljóst að styttri dagar og meiri sveigjanleiki búa til bætt starfsumhverfi fyrir öll börn, sama hversu lengi þau dvelja í leikskólanum. Kópavogsmódelið er ekki bara skipulagsbreyting, það er samfélagsleg viðhorfsbreyting þar sem hagur barnsins er leiðarljósið. Rúmlega helmingur barna dvelur nú skemur í leikskólanum en fyrir breytingu og meðaldvalartíminn hefur styst. Dagurinn byrjar í rólegheitum þar sem börnin mæta eitt af öðru í skólann og endar með sama hætti þegar þau eru sótt. Umhverfið er því betra fyrir börnin, sér í lagi þau yngstu sem hafa minna álagsþol. Stjórnendur og starfsfólk lýsa því að við þetta skapist meira rými og ró til að sinna þeim börnum sem þurfa á lengri dvalartíma að halda; álag hefur minnkað og starfsánægja aukist. Það sem skiptir miklu máli fyrir öryggi barnanna er að starfsmannavelta er nú minni og auðveldara er að manna stöður en áður. Raunin er sú að ekki hefur þurft að loka deildum vegna manneklu síðan módelið var innleitt. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að hagur barnsins skuli vera í forgrunni þegar ákvarðanir um líf þess eru teknar og það höfum við í Kópavogi gert. Leikskólinn er ein mikilvægasta stoð sveitarfélagsins og samfélagsins alls og við verðum að horfa á þarfir og hag barnsins sem grunnstoðirnar í öllu starfi. Með styttri leikskóladögum og auknum sveigjanleika sköpum við rými þar sem barnið fær að njóta þess að vera barn, læra í leik, mynda tengsl og þroskast í styðjandi og kærleiksríku umhverfi. Reynsla okkar af Kópavogsmódelinu sýnir að aukinn sveigjanleiki í vistun, sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og skráningardagar hafa skapað tækifæri fyrir foreldra til að samræma betur vinnu og fjölskyldulíf. Leiðarljós okkar, sem mótum leikskólastarf í Kópavogi, er að vera rödd barnsins, setja þarfir þess og þroska í fyrsta sæti og skapa samfélag þar sem börn fá að blómstra. Ef svarið við spurningunni „Hverjum á kerfið að þjóna?“ er barnið – þá er leiðin skýr. Heiðdís Geirsdóttir, formaður leikskólanefndar KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fimm rangfærslur um byrjendalæsi Samúel Karl Ólason Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Hversu langur á leikskóladagurinn að vera? Er það vinnumarkaðarins að stýra því eða á velferð barnsins að vera í fyrsta sæti? Eftir rúm tvö ár af breyttu fyrirkomulagi í leikskólum Kópavogs er það augljóst að styttri dagar og meiri sveigjanleiki búa til bætt starfsumhverfi fyrir öll börn, sama hversu lengi þau dvelja í leikskólanum. Kópavogsmódelið er ekki bara skipulagsbreyting, það er samfélagsleg viðhorfsbreyting þar sem hagur barnsins er leiðarljósið. Rúmlega helmingur barna dvelur nú skemur í leikskólanum en fyrir breytingu og meðaldvalartíminn hefur styst. Dagurinn byrjar í rólegheitum þar sem börnin mæta eitt af öðru í skólann og endar með sama hætti þegar þau eru sótt. Umhverfið er því betra fyrir börnin, sér í lagi þau yngstu sem hafa minna álagsþol. Stjórnendur og starfsfólk lýsa því að við þetta skapist meira rými og ró til að sinna þeim börnum sem þurfa á lengri dvalartíma að halda; álag hefur minnkað og starfsánægja aukist. Það sem skiptir miklu máli fyrir öryggi barnanna er að starfsmannavelta er nú minni og auðveldara er að manna stöður en áður. Raunin er sú að ekki hefur þurft að loka deildum vegna manneklu síðan módelið var innleitt. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að hagur barnsins skuli vera í forgrunni þegar ákvarðanir um líf þess eru teknar og það höfum við í Kópavogi gert. Leikskólinn er ein mikilvægasta stoð sveitarfélagsins og samfélagsins alls og við verðum að horfa á þarfir og hag barnsins sem grunnstoðirnar í öllu starfi. Með styttri leikskóladögum og auknum sveigjanleika sköpum við rými þar sem barnið fær að njóta þess að vera barn, læra í leik, mynda tengsl og þroskast í styðjandi og kærleiksríku umhverfi. Reynsla okkar af Kópavogsmódelinu sýnir að aukinn sveigjanleiki í vistun, sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og skráningardagar hafa skapað tækifæri fyrir foreldra til að samræma betur vinnu og fjölskyldulíf. Leiðarljós okkar, sem mótum leikskólastarf í Kópavogi, er að vera rödd barnsins, setja þarfir þess og þroska í fyrsta sæti og skapa samfélag þar sem börn fá að blómstra. Ef svarið við spurningunni „Hverjum á kerfið að þjóna?“ er barnið – þá er leiðin skýr. Heiðdís Geirsdóttir, formaður leikskólanefndar KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar