Handbolti

Aron Dagur og Orri Freyr meistarar í Noregi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson varð í kvöld Noregsmeistari í handbolta. 
Orri Freyr Þorkelsson varð í kvöld Noregsmeistari í handbolta.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

El­ver­um varð í kvöld norskur meistari í handbolta karla en liðið tryggði sér titilinn með 34-28 sigri sínum gegn Arendal.

Orri Freyr Þorkels­son og Aron Dag­ur Páls­son leika báðir fyr­ir El­ver­um en þeir komust ekki á blað í leiknum í dag. 

Elverum vann einvígið um norska meistaratitilinn með þremur sigrum gegn einum en liðið varð þar af leiðandi Noregsmeistari þriðja árið í röð. 

Orri Freyr er að ljúka sinni fyrstu leiktíð í herbúðum Elverum en hann kom til félagins frá Haukum síðasta sumar. 

Aron Dagur er einig á sínu fyrsta keppnistímabili hjá Elverum en hann gekk til liðs við félagið frá sænska úr­vals­deild­arliðinu Guif í febrúar fyrr á þessu ári. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.