Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2022 20:22 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir vísir/vilhelm Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. Hvorugur mannana er alvarlega veikur en tengsl eru á milli þeirra og búa mennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu en sýnin tvö verða send til útlanda til að staðfesta greininguna. Nú þegar sjúkdómurinn er kominn til landsins segir sóttvarnalæknir að almenningur þurfi að hafa tvennt í huga til að hemja útbreiðslu hans. Annars vegar að stunda ekki kynlíf með ókunnugum. „Og líka ef fólk fer að fá bólur og blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærin eða kynfærasvæðin að leita fljótt til heilbrigðisþjónustunnar, húð og kynsjúkdómadeildar Landspítala eða göngudeildar smitsjúkdóma og fá greiningu eins fljótt og hægt er,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómurinn hefur hingað til verið að greinast í sam- og tvíkynhneigðum mönnum og hafa samtök hinsegin fólks óttast að faraldurinn leiði til aukinna fordóma fyrir samkynhneigðum vegna vanþekkingar. Þórólfur segir mikilvægt hafa í huga að sjúkdómurinn er ekki bundinn við kynhneigð. „Hann smitast við kynlíf á milli fólks af öllum kynjum. Það vill svo til að þetta hefur aðallega greinst hjá karlmönnum núna og uppsprettan eru ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt.“ Vonast til að fá áttatíu skammta af bóluefni Unnið er að því að fá til landsins veirulyf og bóluefni. Það ferli er nokkuð flókið enda lítið til af bóluefninu að sögn Þórólfs sem bindur vonir við að fá áttatíu skammta af efninu. „Til að nota hjá völdum einstaklingum sem eru útsettir fyrir veirunni og gætu farið illa út úr sýkingunni. Sennilega myndi bóluefnið vera notað helst hjá þeim.“ Sjúkdómurinn smitast við náin samneyti milli fólks. Hann er ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök og einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Þórólfur býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en á þó ekki von á stórum faraldri þrátt fyrir að hópsýkingar kunni að koma upp. „Nákvæmlega hversu mikið er ómögulegt að segja, það fer eftir því hvernig fólk hegðar sér og hvernig okkur tekst að hemja útbreiðsluna.“ Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Hvorugur mannana er alvarlega veikur en tengsl eru á milli þeirra og búa mennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu en sýnin tvö verða send til útlanda til að staðfesta greininguna. Nú þegar sjúkdómurinn er kominn til landsins segir sóttvarnalæknir að almenningur þurfi að hafa tvennt í huga til að hemja útbreiðslu hans. Annars vegar að stunda ekki kynlíf með ókunnugum. „Og líka ef fólk fer að fá bólur og blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærin eða kynfærasvæðin að leita fljótt til heilbrigðisþjónustunnar, húð og kynsjúkdómadeildar Landspítala eða göngudeildar smitsjúkdóma og fá greiningu eins fljótt og hægt er,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómurinn hefur hingað til verið að greinast í sam- og tvíkynhneigðum mönnum og hafa samtök hinsegin fólks óttast að faraldurinn leiði til aukinna fordóma fyrir samkynhneigðum vegna vanþekkingar. Þórólfur segir mikilvægt hafa í huga að sjúkdómurinn er ekki bundinn við kynhneigð. „Hann smitast við kynlíf á milli fólks af öllum kynjum. Það vill svo til að þetta hefur aðallega greinst hjá karlmönnum núna og uppsprettan eru ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt.“ Vonast til að fá áttatíu skammta af bóluefni Unnið er að því að fá til landsins veirulyf og bóluefni. Það ferli er nokkuð flókið enda lítið til af bóluefninu að sögn Þórólfs sem bindur vonir við að fá áttatíu skammta af efninu. „Til að nota hjá völdum einstaklingum sem eru útsettir fyrir veirunni og gætu farið illa út úr sýkingunni. Sennilega myndi bóluefnið vera notað helst hjá þeim.“ Sjúkdómurinn smitast við náin samneyti milli fólks. Hann er ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök og einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Þórólfur býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en á þó ekki von á stórum faraldri þrátt fyrir að hópsýkingar kunni að koma upp. „Nákvæmlega hversu mikið er ómögulegt að segja, það fer eftir því hvernig fólk hegðar sér og hvernig okkur tekst að hemja útbreiðsluna.“
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11