Körfubolti

„Ef hann vill spila þá er hann meira en vel­kominn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pavel Ermolinski vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR en skipti yfir til Vals árið 2019 og á stóran þátt í ógnarhröðum uppgangi liðsins.
Pavel Ermolinski vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR en skipti yfir til Vals árið 2019 og á stóran þátt í ógnarhröðum uppgangi liðsins. vísir/bára

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Subway-deild karla í körfubolta, býst ekki við því að Pavel Ermolinskij muni leika með liðinu á næstu leiktíð. Finnur Freyr tekur þó fram að Pavel, sem var aðstoðarþjálfari liðsins í vetur, sé velkomið að halda áfram óski hans þess.

Finnur Freyr fór yfir stöðu mála í hlaðvarpi Vals, Vængjum þöndum. Farið var yfir víðan völl og þá sérstaklega nýafstaðið tímabil sem endaði með því að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta.

„Það sem við erum að gera að reyna að halda mannskapnum og liðinu eins óbreyttu og hægt er. Það gengur þokkalega held ég, það er enginn leikmaður búinn að segja að hann verði ekki áfram,“ sagði Finnur Freyr og hélt áfram.

„Sú vinna er í gangi núna og við erum að horfa í kringum okkur. Hvaða púsli getum við bætt við ef við viljum gera það,“ sagði þjálfarinn um leikmannamál Vals.

Undir lok spjallsins var Finnur Freyr spurður út í Pavel.

„Ef ég hef lært eitthvað af öllum mínum árum með Pavel þá er það að búast ekki við neinum svörum frá Pavel Ermolinskij á þessum árstíma. Við sjáum bara til. Ef hann vill spila þá er hann meira en velkominn. Ég ætla ekki að gera ráð fyrir honum en í mínum liðum verður alltaf pláss fyrir hann,“ svaraði Finn­ur Freyr.

Pavel Ermolinski smellir kossi á verðlaunagripinn sem hann þekkir svo vel.vísir/bára

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.