Körfubolti

Kiana snýr aftur á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kiana Johnson í leik með Val.
Kiana Johnson í leik með Val. Vísir/Daníel

Kiana Johnson mun leika með Val í Subway-deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Hún lék með liðinu við góðan orðstír frá 2019 til 2021.

Valur endaði í 2. sæti Subway-deildarinnar á síðustu leiktíð áður en liðið laut í parket gegn Haukum í undanúrslitum. Liðið hefur þegar hafið styrkingar fyrir komandi tímabil og kemur hin 28 ára gamla Kiana aftur á Hlíðarenda frá Ekvador þar sem hún hefur spilað undanfarið.

Upphaflega kom Kiana hingað til lands árið 2018 og lék með KR í eitt tímabil. Þaðan færði hún sig um set og samdi við Val. Þar lék hún til 2021 þar sem hún varð einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis deildarmeistari en vegna kórónuveirunnar varð ekkert lið Íslandsmeistari árið 2020.

Á síðara tímabili sínu með Val skoraði Kiana að meðaltali 15,8 stig, gaf 7,1 stoðsendingu og tók 6,6 fráköst í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×