Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 13:07 Sigurður Þ. Ragnarsson er farinn úr Miðflokknum yfir í Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. Sigurður greinir frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hann segist standa á ákveðnum tímamótum. Sigurður var oddviti og eini bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili en náði ekki endurkjöri í nýafstöðunum bæjarstjórnarkosningum. Í færslunni vísar Sigurður til alvarlegra veikinda Árna Þórðar Sigurðssonar, sonar hans og Hólmfríðar Þórisdóttur. „Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram,“ skrifar Sigurður. Segist hann hafa farið að spegla sig við flokkanna og fundið fyrir því að hann vildi segja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti, eins og hann kemst að orði. „Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið. Ég hef semsagt ákveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þar sé ég samsvörun við það sem mér finnst öllu máli skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, lífsgæði og velferð fólks,“ skrifar Sigurður. Segist hann vera sáttur við þessa ákvörðun og fullur tilhlökkunar til að starfa með Samfylkingunni í Hafnarfirði. Flokkurinn er þar í minnihluta eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarfs sitt. Miðflokkurinn Samfylkingin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31 Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sigurður greinir frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hann segist standa á ákveðnum tímamótum. Sigurður var oddviti og eini bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili en náði ekki endurkjöri í nýafstöðunum bæjarstjórnarkosningum. Í færslunni vísar Sigurður til alvarlegra veikinda Árna Þórðar Sigurðssonar, sonar hans og Hólmfríðar Þórisdóttur. „Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram,“ skrifar Sigurður. Segist hann hafa farið að spegla sig við flokkanna og fundið fyrir því að hann vildi segja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti, eins og hann kemst að orði. „Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið. Ég hef semsagt ákveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þar sé ég samsvörun við það sem mér finnst öllu máli skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, lífsgæði og velferð fólks,“ skrifar Sigurður. Segist hann vera sáttur við þessa ákvörðun og fullur tilhlökkunar til að starfa með Samfylkingunni í Hafnarfirði. Flokkurinn er þar í minnihluta eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarfs sitt.
Miðflokkurinn Samfylkingin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31 Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28