Handbolti

Verður frá í sex til átta mánuði

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir á mikla endurhæfingu fyrir höndum.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir á mikla endurhæfingu fyrir höndum. Facebook/@hsi.iceland

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Ringköbing og íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, verður frá keppni vegna mjaðmarmeiðsla næstu sex til átta mánuði.

Elín Jóna gekk í raðir Ringköbing fyrir rúmu ári síðan en lék áður með Vendsyssel í Danmörku í þrjú ár. Hún á eitt ár eftir af tveggja ára samningi sem hún gerði við Ringköbing í fyrra.

Elín hefur glímt við mjaðmarmeiðsli undanfarið og greindi frá því á samfélagsmiðlinum Instagram að meiðslin væru verri en búist hafði verið við. Hún hefur þegar farið í aðgerð en löng endurhæfing er fram undan.

„Því miður endaði tíma­bilið mitt ekki eins og það átti. Meiðslin voru verri en ég hélt og aðgerð því miður þörf. Aðgerðin gekk vel og ég kem sterk til baka á völl­inn eft­ir 6-8 mánuði,“ skrifaði Elín á Instagram.

Elín fær íslenskan liðsfélaga í sumar en Lovísa Thompson hefur gengið frá samningi við Ringköbing og mun spila með liðinu næsta vetur. Hún kemur á láni frá Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×